Húnavaka - 01.05.1968, Page 165
HÚNAVAKA
163
dælskra kvenna og var dvölin í
Flóðvangi öll hin ánægjulegasta,
eins og Vatnsdalsferðin öll.“
FRÉTTIR FRÁ IILÖNDUÓSHREPPI.
Framkvæmdir voru allmiklar á
árinu. llnnið var áfram við
íþróttavöllinn og lokið við að
leggja efsta lag vallarins, svo að
hann verður væntanlega tekinn í
notkun í vor. Á sl. ári varði
hreppurinn 400 þús. kr. til þess-
ara framkvæmda við völlinn.
Hafin var bygging á kerum
vegna væntanlegrar lengingar
Blönduósbryggju. Hvert ker er
12 m langt, en bryggjuna á að
lengja um 30 m eða tvö ker og
verður bil milli þeirra, sem verð-
ur fyllt upp. Kerin eru byggð á
Skagaströnd og var kostnaður
við smíði keranna sl. ár 990 þús.
kr., en heildarkostnaður við
lengingu bryggjunnar er áætlað-
ur um 7 millj. kr. Lagðar voru
til bryggjunnar 250 þús. kr. sl.
ár og er ráðgert að halda áfram
smíði keranna í sumar.
Steypustöð hreppsins gekk vel
á liðnu ári og var brúttó-um-
setning þess fyrirtækis 440 þús.
kr.
Lagðir voru 600 m af nýjum
holræsum og til þeirra fram-
kvæmda var varið 300 þús. kr.
Unnið var að áframhaldandi
skipulagi að varanlegri gatna-
gerð varðandi flestar götur norð-
an Blöndu af verkfræðingi
hreppsins, Jóni Birgi Jónssyni.
Fengin var grjótmulningsvél í
samráði við Vegagerð ríkisins og
hafin mulning á efni til olíu-
malarlagningar. í fyrstu virtust
rannsóknir á hinu mulda efni
gefa góða raun, en þegar búið
var að mylja í nokkra daga,
sýndu frekari rannsóknir að efn-
ið var ekki hæft til olíumalar-
gerðar. Enn hefur ekki fundizt
efni, sem sé nothæft til þessara
framkvæmda, en vonandi verður
þess ekki langt að bíða.
Atvinna á Blönduósi var yfir-
leitt góð sl. ár.
Wnaðarbanki
ÍSLANDS
FRÁ ÚTIBÚI BÚNAÐARBANKA
ÍSLANDS Á BLÖNDUÓSI.
Heildarinnstæðufé í árslok 1967
var kr. 49.9 milljónir og hafði
aukizt um rúmar 8 milljónir eða
19.8%.
Útlán í árslok að afurðalánum
meðtöldum námu kr. 70.8 millj.
og var aukningin röskar 10
milljónir eða 16.8%.
Innborgaðir vextir á árinu
1967 voru kr. 6.8 milljónir en
greiddir vextir kr. 5.4 millj. í
varasjóð voru lagðar kr. 275 þús.