Húnavaka - 01.05.1968, Page 166
164
HÚNAVAKA
Tékkanotkun við útibúið
jókst nokkuð, og bárust til inn-
lausnar um 19 þúsund tékkar.
Afgreiddir víxlar voru um 2 þús-
und. Enn fremur notfærðu
bændur sér í ríkari mæli en áður
að fá lán sín frá Stofnlánadeiid
landbúnaðarins afgreidd í úti-
búinu.
Eins og undanfarin ár tók að-
albankinn að sér að fullnægja
bindiskyldunni vegna sparifjár
við Seðlabanka íslands og bar
jafnframt i/4 hluta af kostnaði
við rekstur útibúsins.
FRÁ BÚNAÐARSAMBANDI AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU.
Þrátt fyrir óhagstæða veðráttu
og ýmsa örðugleika aðra, urðu
framkvæmdir á sviði jarðræktar
og bygginga, á síðastliðnu ári,
þær mestu, sem átt hafa sér stað
hér í sýslu á einu ári, fram að
þessu.
Nýrækt var 296 ha. og er hún
um 70 ha. meiri en hún hefur
áður mest verið á ári. Grænfóð-
urakrar voru 28.7 ha. og girðing-
ar 61 km. að lengd. Grafnir voru
82.000 lengdarmetrar (82 km.)
af opnum skurðum og upp úr
þeim mokað 293 þús. rúmmetr-
um.
Mikið var byggt af þurrheys-
geymslum eða 12.400 rúmm.
Súgþurrkunarkerfi voru sett í
hlöður, sem voru að flatarmáli
5050 m2. Áburðarkjallarar voru
byggðir að rúmmáli 5300 m3.
Engin endurnýjun á vélum
búnaðarsambandsins átti sér
stað á síðastliðnu ári.
BYGGÐASAFN.
Þann 9. júlí var opnað Byggða-
safn, Húnvetninga og Stranda-
manna. Það er sameiginlegt átak
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslna og Strandasýslu að reisa
þetta byggðasafn hjá Reykja-
skóla í Hrútafirði. Þangað hefur
verið safnað gömlum munum úr
þessum sýslum og þykja sumir
mjög merkilegir. Þar hefur
einnig verið reist bygging yfir
gamla hákarlaskipið „Ófeigur".
Margt boðsgesta úr öllum sýsl-
unum þrem var viðstatt, þegar
safnið var opnað.
I næstu Húnavöku mun verða
grein um safnið, ásamt mynd-
um, og skýrt þar ýtarlegar frá
opnun og byggingu þess.
FRÁ FÉLAGSHEIMILINU Á BLÖNDU-
ÓSI 1967.
Á árinu 1967 var starfsemin í
Eélagsheimilinu margþætt eins
og undanfarin ár. Þar voru sýnd-
ir sjónleikir og kvikmyndir,
haldnir dansleikir, árshátíðir,
söngskemmtanir, bingokvöld.
Einnig hafði tómstundastarfsemi