Húnavaka - 01.05.1968, Síða 167
HÚNAVAKA
165
unglinga á vegum Lionsklúbbs
Blönduóss aðsetur þar.
Leikstarfsemi Leikfélags
Blönduóss átti sér athvarf í Fé-
lagsheimilinu. Sýndi það sjón-
leikinn „Úlfhildi“ við mjög góð-
ar undirtektir.
Leikfélag Sauðárkróks sýndi
einþáttungana, Þjófar, lík og fal-
ar konur og var þeim vel tekið.
F.innig sýndi Þjóðleikhúsið
„Prjónastofan Sólin“, eftir Hall-
dór Kiljan Laxness, svo og höfðu
Leikfélagið Gríma og Tengda-
mömmuflokkurinn leiksýningar.
Sýndar voru 136 kvikmyndir á
árinu 1967 og voru bíógestir um
Jiað bil 17.600. Nettótekjur af
kvikmyndasýningum reyndust
um 240 þús. kr.
Telja má að rekstur Félags-
heimilisins hafi gengið vel þó að
tekjuafgangur á rekstrarreikn-
ingi sé nokkru minni en árið áð-
ur eða um 90 þús. kr. minni.
I sambandi við það má geta
þess að viðhald hefur aukizt að
mun á árinu.
BISKUPINN VÍSITERAR HÚNAÞING.
Dagana 12.—18. júlí sl. sumar
vísiteraði biskupinn yfir íslandi,
hr. Sigurbjörn Einarsson, kirkj-
ur í Austur-Húnavatnssýslu.
Messaði biskup á öllum kirkjum
í sýslunni, sóknarprestar þjón-
uðu fyrir altari, en biskup pre-
dikaði. Talaði hann einnig við
fermingarbörn eftir guðsþjón-
ustu. Kirkjusókn var yfirleitt
góð við þessar athafnir, enda
ekki á hverju ári, sem biskup
landsins heimsækir Húnaþing,
því að liðin voru full tuttugu ár
síðan vísiteraðar voru kirkjur í
prófastsdæminu, af þáverandi
biskupi landsins hr. Asmundi
Guðmundssyni.
Sunnudaginn 16. júlí heim-
sótti hr. biskupinn Blönduós-
kirkju. Guðsþjónustan hófst kl.
17.30 og var mjög hátíðleg at-
höfn. Eftir guðsjojónustu vísiter-
aði biskup kirkju og kirkjugarð,
og skoðaði biskup einnig fyrir-
hugaðan stað nýrrar kirkju á
Blönduósi, ofan við barnaskól-
ann, og leizt honum mjög vel á
staðinn. Biskupinn og biskups-
frú Magnea Þorkelsdóttir sátu
síðan kvöldverðarboð sóknar-
nefndar Blönduóskirkju, ásamt
prófastshjónunum í Steinnesi og
nokkrum öðrum gestum.
Heimsókn þeirra biskups-
hjóna var í senn bæði hátíðleg
og stór fróðleg, enda eru þau
hjón bæði, miklar mannkosta
manneskjur.
Kristófer Kristjánsson.
FRÁ HÚNAVEITU.
Á árinu fengu 9 býli í Blöndu-
dal rafmagn frá Laxárvatnsvirkj-