Húnavaka - 01.05.1968, Síða 168
166
HÚNAVAKA
un við Sauðanes. Býlin voru
Brúarhlíð, Blöndudalshólar,
Brandsstaðir og Austurhlíð, aust-
an Blöndu, og Ytri-Langamýri,
Syðri-Langamýri, Höllustaðir I
og II og Guðlaugsstaðir, vestan
Blöndu.
Þá var einnig sett niður ný
500 kílówatta dieselvélasam-
stæða í rafstöðinni við Sauðanes,
auk margra annarra fram-
kvæmda á vegum Húnaveitu.
UM VEGAMÁL.
Nokkuð var unnið að nýbygg-
ingum og endurbótum á vega-
kerfi sýslunnar, auk hins venju-
lega og fjárfreka viðhalds.
Lokið var byggingu brúar hjá
Stafni í Svartárdal, en eftir er að
fylla að henni. Lokið var að
grafa með hinni nýju Reykja-
braut og ruðningur jafnaður, en
ræsi ógerð og víða eftir að
byggja veginn upp og malbera
milli Reykja og Beinakeldu. All-
miklar endurbætur voru gerðar
á Svínvetningabraut, hjá Sauða-
nesi, Sólheimum og Svínavatni.
A öllum þessum stöðum var veg-
urinn byggður miklu hærri en
áður og mun það koma að miklu
gagni í snjóalögum á vetrum.
Þá var starfandi í Langadal,
vél frá Vegagerðinni, sem harp-
aði möl og við Blönduós, grjót-
mulningsvél, sem mnldi möl og
grjót til „ofan í burðar“. Er tal-
ið að möl, sem þannig er unnin,
sé margfalt endingarbetri og
festist betur í vegunum.
Leiðrétting við Húnavöku, sjöunda ár, 1967
Neðarlega á bls. 104 er málsgrein, sem ekki er skiljanleg eins og hún er prent-
uð. Rétt er hún þannig:
Fundurinn samþ. að afhenda Páli Árnasyni (eiganda Glaumbæjar) aftur reit
þann, sem hann á sínum tíma gaf félaginu til skógræktar, með því skilyrði, að
reiturinn verði eftirleiðis notaður til skógræktar og að honum hlynnt sem bezt
á því sviði. Einnig telur fundurinn vel viðeigandi að reiturinn verði nefndur
Vorboðinn, þar sem félagið sáði þar til fyrsta vísis í skógræktarmálum sínum.