Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 20
18
HÚNAVAKA
RAFSTÖÐIN VIÐ SAUÐANES.
Fyrstu framkvæmdastjórn skipuðu: Steingrímur Davíðsson skóla-
stj. fyrir Blönduóshrepp, Pétur Theódórs kaupfélagsstj. fyrir sam-
vinnufélögin og Jón Jónsson bóndi Stóradal fyrir sýslunefnd A-
Hún. Jón í Stóradal var kosinn framkvæmdastjóri rafveitunnar og
gegndi því starfi til dauðadags 1940. Að honum látnum var jónatan
J. Líndal kjörinn framkvæmdastjóri og gegndi því starfi þangað til
stöðin var seld árið 1951. Steingrímur Davíðsson var í framkvæmda-
stjórn fyrir Blönduóshrepp allan tínrann, sem veitan var í eigu Hún-
vetninga. Endurskoðendur reikninga voru, Bjarni Ó. Frímannsson
Efrimýrum og Kristinn Magnússon, meðan veitan starfaði.
Stjórnin hófst þegar handa síðla sumars 1932 og bauð út í einu
lagi alla byggingu rafveitunnar, efni og vinnu, að undanskildum
aðfærslu- og frárennslisskurði. Verkinu skyldi lokið fyrir árslok 1933.
Tvö tilboð bárust Stefán Runólfsson lagði fram tilboð, sem nam 95
Jrús. kr. og Höskuldur Baldvinsson lagði fram annað tilboð, sem
nam 140 þús kr. Tilboð Stefáns réði úrslitum um að hafist var handa.
Sýslunefnd hafði ákveðið að ráðast ekki í framkvæmdir ef Jrær kosí-
uðu meira en 100 þús. kr. Samvinnan hefði sennilega rofnað, ef til-
boð Stefáns hefði ekki komið fram og þá engin rafveita verið byggð
um ófyrirsjáanlegan tíma. Framkvæmdir hófust í nóvember 1932
með Jrví að nokkrir menn á Blönduósi tóku að sér í ákvæðisvinnu
að grafa aðrennslisskurð úr norðurenda Laxárvatns að væntanlegri
vatnsþró. Skurðurinn var um 300 m langur og lauk verkinu síðari
hluta vetrar 1933. Þó var eftir að sprengja klöpp í skurðinum um
100 m langa. Kristinn Magnússon stjórnaði skurðgreftrinum.
Þennan sama vetur lét Stefán Runólfsson flytja nokkurt magn af
sjávarmöl frá Blönduósi til væntanlegrar stíflu við mynni Laxár.
Mölin var flutt á bílum og ekið á ís eftir Laxárvatni. Ekki entist
þessi möl til stíflugerðarinnar og var því, sem á vantaði ekið um
sumarið á bíl að Sauðanesi, en þaðan flutt á skíðasleða að Laxár-
vatni og síðan á trillubát að stíflunni. Ennfremur var allt tirnbur
og sement flutt á sama hátt.
Framkvæmdastjóri félagsins, Jón Jónsson í Stóradal, fór snemma
vetrar 1932—3 til Reykjavíkur til þess að afla lánsfjár. Þrátt fyrir
heimskreppnna, sem þá var í algleymingi og allir sjóðir tómir tókst