Húnavaka - 01.05.1975, Page 24
22
HÚNAVAKA
tals 438.275 kr. Má segja að þann dag var Rafveita A-Húnavatnssýslu
lögð niður.
Rafmagnsveitur ríkisins tóku þegar við rekstri stöðvarinnar og
hófu lagfæringar á innanbæjarkerfinu og stækkun stöðvarinnar við
Sauðanes. Nokkur ágreiningur varð innan Rafveitu A-Hún. um
hvort rétt væri að selja stöðina í hendur Rafmagnsveitna ríkisins.
Fulltrúar sýslunnar og samvinnufélaganna vildu láta stöðina af
hendi og töldu að með því væri betur tryggt að dreifilínur kæmu í
sveitirnar. Fulltrúar Blönduóshrepps undir forustu Steingríms
Davíðssonar vildu að stöðin starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki
með stækkun fyrir augum. Að sjálfsögðu réði meiri hluti stjórnarinn-
ar. Steingrímur Davíðsson var í framkvæmdastjórn rafveitunnar all-
an tímann meðan hún var í eigu Húnvetninga og vann þar mikið og
óeigingjarnt starf. Það var því ekki sársaukalaust fyrir hann og fleiri
Blönduósinga að stöðin var seld fyrir mjög lítið verð og rekstur
hennar tekinn úr höndum héraðsbúa. Mín skoðun er sú að Hún-
vetningar hefðu getað endurbyggt rafstöðina sjálfir og annast sín
raforkumál, ef þeir hefðu staðið jafnfast saman og þegar stöðin var
reist, og það verið úrræðaleysi að afhenda ríkinu alla forsjá raforku-
málanna. Óneitanlega var farið að gæta nokkurrar þreytu hjá meiri
hluta rafveitustjórnar og forustan ekki jafn örugg og áður.
RAFNOTENDAFÉLAG OG HEIMILISRAFSTÖÐVAR.
Rafnotendafélag var stofnað á Blönduósi, þegar bygging rafstöðv-
arinnar hófst við Sauðanes. Félagið sá að miklu leyti um efniskaup
og vinnu við innanhúslagningar á Blönduósi. Ennfremur leitaðist
það við að gæta hagsmuna rafnotenda gagnvart rekstri og stjórn raf-
veitunnar. Félagið starfaði allan tímann, sem stöðin var í höndum
Húnvetninga. Kristinn Magnússon var formaður þessa félags.
Eftirtaldar heimilisrafstöðvar voru byggðar á árunum eftir 1930.
Á Björnólfsstöðum, Miðgili, Glaumbæ, Fremstagili, Holtastöðum,
Geitaskarði, Gautsdal, Fossum, Bollastöðum, Stóru-Giljá, Grund og
Marðarnúpi. Margt af þessum rafstöðvum er nú búið að leggja nið-
ur og Rafmagnsveitur ríkisins teknar við hlutverki þeirra.
Húnvetningar sýndu mikinn manndóm með því að reisa Rafveitu