Húnavaka - 01.05.1975, Side 25
HÚNAVAKA
23
Austur-Húnavatnssýslu á einhverjum mestu krepputímum, sem
þjóðin hefur orðið að þola á þessari öld. Fátt sýnir betur hvað hægt
er að gera þegar allir leggjast á eitt og snúa bökum saman. Rafveit-
an gjörbreytti lífi Blönduósinga og var auk þess mikið hagsmunamál
alls héraðsins. Margir ágætir menn unnu að framgangi málsins af
miklum dugnaði. Bjartsýni Stefáns Runólfssonar varð til þess að
stöðin var byggð, og þótt hún yrði helmingi dýrari en tilboð hans
gerði ráð fyrir, verður framtak hans og áhugi aldrei metið sem
skyldi. Þá var starf stöðvarstjórans, Óskars Söviks, ómetanlegt. Fyrst
fyrir hagkvæm innkaup á öllu efni til rafstöðvarinnar og síðan fyrir
frábært starf sitt sem rafveitustjóri alla tíð meðan stöðin var rekin
af Húnvetningum.
En eftir að móðirin tilvonandi gat átt von á því að verða barnshafandi, þurfti
hún svo margs að gæta, ef vel átti að fara, að það var í meira lagi vandlifað fyrir
hana. Var því nauðsynlegt að geta vitað það sem fyrst. En til þess voru þau ráð,
að kona léti þvag sitt í mundlaug að kvöldi og léti fægða nál í botninn. Ef nálin
var fögur að morgni, sem að kvöldi, var konan heilbrigð, en ef hún var ekki
einsömul, þá sáust ryðblettir á nálinni.
Sú trú var og talsvert almenn, að ef maðurinn væri áfjáðari til getnaðarins
en konan mundi fæðast meybarn, en sveinbarn ef konan væri það.
ísl. þjóðhættir.
Við gigtinni var katta- og hundafeiti ágætur áburður, en kolkrabbalýsi við
gigt í liðamótum. Þá var gott við liðaverkjum að gera plástur úr gömlum mör,
nautstólg, nautsfitu og brjóstamjólk og leggja við. Algengt var að brenna sig
við henni eða setja baun í sig. Gott var og að taka inn 5 geitaspörð fastandi í
hvítu víni einu sinni á dag í 8 daga samfleytt.
ísl. þjóðhættir.