Húnavaka - 01.05.1975, Page 26
KRISTINN MAGNÚSSON, Kleifum:
Rafveituskuréurinn
Frásögn sú, sem hér fer á eftir er ekki skrifuð til þess að segja frá
neinum afrekum, heldur aðeins til að varpa ljósi á kjör fólks og að-
stöðu til framkvæmda fyrir 40 árum.
Haustið 1932 þegar samningar tókust milli Blönduóshrepps, sýslu-
nefndar og samvinnufélaganna um byggingu Rafveitu A-Hún. voru
þeir bundnir því skilyrði að Blönduóshreppur tæki að sér að grafa
skurð frá Laxárvatni að vatnsþró, þar sem þrýstivatnspípur tóku
við. Verkið átti að vinna í ákvæðisvinnu, þ. e. a. s. ákveðið gjald
fyrir hvern unnin rúmmetra.
Skurðurinn var um 300 m á lengd, 3 til 5 m á dýpt og mesta
breidd 11 m að ofan og hálfur meter á breidd í botninn. Þeirn sem
sjá skurðinn nú kann að sýnast þetta ýkjur með breidd hans og
dýpt, en þegar jarðýtur komu var ýtt mjög miklu ofan af skurðbökk-
unum og við það gjörbreyttist útlit hans.
Ég tók að mér að sjá um skurðgröftinn, útvega mannskap og hafa
á hendi verkstjórn. Algjört atvinnuleysi var á Blönduósi yfir vetur-
inn á þessum árum. Ef einhver vinna féll til var kaupið 50 aurar á
unna klukkustund, en engir matar- eða kaffitímar greiddir og ekki
kaup fyrir tíma við að komast að og frá vinnustað. Greiðlega gekk
að ráða úrvals mannskap og allir, sem unnu í skurðinum voru þátt-
takendur í ákvæðisvinnunni. Mesta happið fannst mér að fá Ágúst
Jónsson í félagsskapinn. Ágúst átti gamlan vörubíl og tók að sér að
flytja mannskapinn að og frá vinnustað eftir því sem færð leyfði.
Oft þurfti að moka mikinn snjó og ýta bílnum til þess að komast
leiðar sinnar. Stundum urðum við að ganga mikinn hluta leiðar-
innar og kafa ófærðina.
Vinnan hófst í nóvember 1932 og lauk fyrri hluta apríl 1933.
Landið, sem skurðurinn lá um var blaut mýri, en þó víða grunnt á