Húnavaka - 01.05.1975, Side 28
26
HÚNAVAKA
bæjardyr sínar, þegar komið var til að taka hann með. Ég reyndi
að láta hann ekki vera í erfiðasta verkinu, og vann hann því uppi
á bakkanum við að moka út ruðningi. Hann átti þess kost að halla
sér fram á skófluna smástundir, en það sást liann aldrei gera. Guð-
mundur var ekki að draga sig í skjól, þegar neytt var matar eða
kaffis. Oft sat hann uppi á frosnum ruðningnum, þar sem hann var
hæstur og lét sig engu skipta hvort kuldagolan og kafaldið stóð í
bakið eða fennti framan í hann.
Oft var mönnum hrollkalt á leiðinni heim. Það var ónotalegt að
koma heitur frá vinnunni og setjast á bekki á opnum vörubílspalli.
Þá voru ekki gæruúlpurnar góðu komnar á markaðinn, en þrátt fyr-
ir það sakaði engan.
Ég man vel eftir síðasta deginum, sem við unnum í skurðinum.
Það var sólbráð og vor í lofti þennan dag. Allir voru glaðir yfir að
verkinu var lokið og þessum erfiða áfanga náð. Við vinnufélagarnir
kvöddumst hátíðlega og þökkuðum fyrir samvinnuna, en ekkert
lokagildi var haldið.
Til gamans set ég hér nöfn þeirra manna, sem unnu í skurðinum.
Ef til vill hef ég gleymt einhverjum og bið ég þá velvirðingar á því.
Ágúst Jónsson, Bjarni Bjarnason, Björn Björnsson, Bjarni Einars-
son, Ellert Bergsson, Guðmundur Hjálmarsson, Halldór Levý, Haf-
steinn Björnsson, Jósep Indriðason, Kristinn Magnússon, Snorri
Kristjánsson, Theodór Kristjánsson og Þorvaldur Þórarinsson. Þessir
menn áttu allir heima á Blönduósi, en auk þeirra voru Jón og Páll
S. Pálssynir Sauðanesi.
LEIÐRÉTTINGAR VIÐ HÚNAVÖKU 1974.
Viðtalið við Birgi Þórbjörnsson bls. 74 „Frá Japan til íslands“ tók Pétur Þ.
Ingjaldsson.
Fréttum úr Höfðakaupstað og af héraðsfundi bls. 199, var safnað af Pétri Þ.
Ingjaldssyni.
í grein tJFerleg voru átök hans", eftir Jónu Vilhjálmsdóttur bls. 108, þetta
skeði að hausti til árið 1939, en skal vera: að hausti til árið 1934.