Húnavaka - 01.05.1975, Page 31
Harðsóttur neyskapur
Tveir frásöguþœttir skráðir af Birni Bergmann.
Veturinn 1917—1918 er nresti frostavetur á þessari öld. Þá lagði
hafís að öllu Norðurlandi og varð hann samfrosta svo að hvergi sá
í auðan sjó. Frost gekk mjög djúpt í jörð og um sumarið varð gífur-
legur grasbrestur af völdum kals og jarðklaka. Þótti gott ef hálfur
heyfengur fékkst af túnum og þurrum engjum. Þá leituðu margir
bændur heyfanga um langan veg og erfiðan, og meðal þeirra voru
Gísli Jónsson í Þórormstungu, síðar í Saurbæ, og Lárus Björnsson
í Grímstungu. Rúniberg Olafsson í Kárdalstungu var þá vinnu-
rnaður hjá Gísla. Fara hér á eftir frásagnir hans og Lárusar um þenn-
an heyskap og fleira skylt.
ERFITT VERK OG KALDSAMT.
Frásögn Rúnibergs Ólafssonar i Kárdalstungu.
Þetta sumar var grasbrestur í Þórormstungu eins og hvarvetna
annars staðar og þótti sýnt að ekki næðist nægilegur heyfengur af
túninu og heimaengjum. Hins vegar var víða góð spretta í flóum
uppi á hálendinu. Gísli leitaði fyrir sér þar og fann góðar slægjur
fram við Hallarvötn, sem eru hér fram á hálsinum, en þangað er um
10—12 km. leið frá Tungu. Hann fór svo þangað og þar var legið
við í tjöldum. Daði Davíðsson á Gilá heyjaði þarna líka og þeir
unnu í félagi að heyskapnum.
Slægjan var ágæt, en það var erfitt að slá þarna, grasið var svo
mikið, rótin slæm og seigir sinutoppar innan um þetta allt saman.
Sinan var þó ekki eins mikil og ætla hefði mátt, því að lækurinn,
sem rennur úr vötnunum, flæðir yfir þetta svæði í leysingum. Grasið
var mestmegnis brok. Fláin var svo blaut að við urðum að flytja allt
heyið á þurrkvöll. Það var flutt á ísasleðum, því að aðrir sleðar voru
ekki til. Þurrkvöllurinn var ekki góður, en þó hægt að notast við