Húnavaka - 01.05.1975, Page 32
30
HÚN AVAKA
hann. Daði flutti sitt hey langt norður á hálsinn og setti það saman
þar, batt það svo um veturinn og flutti það á klökkum heim að Gilá,
en Gísli batt allt heim unr sumarið. Þá hafði hann 20 hesta undir
reiðingi og fór 4 ferðir. Gísli var alltaf vel hestaður, en auðvitað
þurfti hann að fá fjölda af hestum lánaða, þegar bundið var á svona
mörgum, og auk þess reiðinga, reipi og mannskap. Það gekk nú allt
vel, nágrannarnir voru svo hjálpsamir.
Þegar þessunr heyskap var lokið fékk Gísli slægjur í Skriðugils-
flóa á hálsinum upp af Haukagili. Þar voru álíka góðar slægjur og
við Hallarvötnin, en miklu blautara. Heyinu var rakað í fanga-
hnappa og síðan bundið votaband, en við urðum að axla hverja
einustu sátu og bera hana á þurrt, því að ekki var hægt að komast
með hesta um flóann. Þarna var enginn nothæfur þurrkvöllur og
heyið var allt flutt niður á Haukagilstún og þurrkað þar, en síðan
bundið heim að Tungu. Þetta var erfitt verk og kaldsamt, langt lið-
ið á sumar og oft frost á nóttunni, en það blessaðist allt saman og
Gísli var stálbirgur af heyjum um haustið. Hann kunni líka betur
við það, því hann var mikill forsjármaður í búskap, næstum alltaf
gróinn í heyfyrningum og komst aldrei í heyþrot.
Gísli heyjaði ekki oftar uppi á hálsinum, en þegar Sigurður
Jónsson bjó í Vöglurn á árunum 1904—1912, heyjaði hann oft í
Ausuflóa, sem er norður af Ulfkelsvatni. Stór spilda í flóanum var
vaxin gulstör og Sigurður sló hana áður en hann sló túnið. Hann
fékk þarna afbragðshey, sem hann gaf kúnum. Nú er gulstörin horf-
in, en ég veit ekkert, hvernig á því stendur og sé enga breytingu á
flóanum aðra en þessa. Hann hefur hvorki þornað né blotnað, og
ekki er þetta fyrir beit. Eg heyjaði einu sinni í flá suður með vatn-
inu, en aldrei þarna, mér leist ekki á grasið. Og ég veit ekki til að
neinn hafi heyjað í Ausuflóa síðan Sigurður fór frá Vöglum.
ÉG ÁTTI ÞAÐ MIKIÐ AF PENING.
Frásögn Lárusar Björnssonar i Grimstungu.
Sumarið 1918 var allt harðvelli kalið og þá var mesti heyskapur,
senr ég man eftir í flóum uppi á hálsum. Þá var aðalheyskapurinn
í Grímstungu í svokölluðum Heysundum hér fram á Tungunni.