Húnavaka - 01.05.1975, Page 33
HÚNAVAKA
31
Það tlæðir lækur yfir nokkurn hluta þeirra og þar var ágæt slægja,
en erfitt með þurrkvöll. Þó var hægt að þurrka mikið af heyinu á
sama stað og það var slegið, því að þetta var gott þurrkasumar og
þar af leiðandi ekki blautt um. Ég heyjaði þarna a. m. k. 5—6 hundr-
uð hesta af fremur góðu heyi. Svo lánaði ég Guðmundi Magnússyni
í Sunnuhlíð slægjur í Grjótaflóa, sem er austar á Tungunni, og
hann heyjaði þar á annað hundrað hesta. Hann þurrkaði heyið
þarna og batt það svo heim í tótt.
Ég hafði ekki heyjað áður í Heysundunum. Það hafði þó verið
gert fyrir mína tíð og af því draga þau nafnið. En ég heyjaði þar
tvisvar seinna, þegar illa var sprottið hér heima, og sumarið 1929
heyjaði ég í Grafarflóa og Skriðugilsflóa á Haukagilshálsi. Þá var
Grímstunguengið mjög snöggslægt og ég átti það mikið af pening
að ég varð að flæmast víða um til að ná nægum heyjum. Þetta hey
var nokkuð úrgangssamt vegna sinu, en það var mikið af kjarnastrá-
um í því og hægt að fóðra vel á því. Á þessum árum þekktist matar-
gjöf lítið, en það þótti gott ef hægt var að gefa 1—2 hneppi af töðu á
garða í 40 kinda húsi. Það var ekki þá eins og nú, að það þyrfti að
gefa mat með töðunni.
Ég man einu sinni eftir því að Sigfús Jónasson í Forsæludal heyj-
aði í flánni suður af Friðmundarvatni austan við Mjóavatnslækinn,
en þangað mun vera um 15 km leið frá Forsæludal. Hann setti heyið
saman þar og flutti það svo um veturinn á sleðum norður á brúnir
fyrir ofan Forsæludal. Þar batt hann sátur saman á bakreipum og
dró þær heim á snjó. Ekki mun hann hafa heyjað oftar þarna, en
hann heyjaði nokkrum sinnum austur í Rjóðurflá. Hún er fram af
Svínadal. Þar voru ágætar slægjur og kjarnagras því að Engjalækur-
inn flæðir í vorleysingum yfir stórt svæði í flánni og heyið þaðan
mátti heita sinulaust. Vaglabændur heyjuðu mjög oft í flánni og
fengu þar kýrgæft hey. Ég hjálpaði Sigfúsi einu sinni við milliferð
austan úr Rjóðurflá. Þá var bundið á 20 hestum, en bandið var haft
fremur smátt, því að vegurinn var erfiður. Við fórum þrjár ferðir
vestur á Dalsbungu, sem er beint austur af Forsæludal, og þar var
heyið sett saman, en í fjórðu og síðustu ferðinni fórum við með
lestina alla leið heim að Dal. Um haustið batt Sigfús fúlguna á
Dalsbungu heini. Leiðin er ekki löng, en hún er erfið vegna bratta.