Húnavaka - 01.05.1975, Side 36
JÓHANNES TORFASON:
Pjóéhátíé í Húna[)ingi
Nefndaskipun.
Á sýslufundum 1972, voru kosnar nefndir í báðum Húnavatns-
sýslum, til að annast hátíðarhöld í tilefni ellefu alda búsetu nor-
rænna manna á íslandi.
í Austur-Húnavatnssýslu voru kosnir átta fulltrúar, og auk þess
farið fram á, að Búnaðarsambandið, Kvenfélagasambandið og Ung-
mennasambandið tilnefndu sinn fulltrúa hvert, og Blönduóshrepp-
ur og Höfðahreppur tvo fulltrúa bvor. Urðu þannig fulltrúar í
þjóðhátíðarnefnd A-Húnavatnssýslu fimmtán.
Sýslufundur Vestur-Húnavatnssýslu kaus hins vegar þriggja
manna nefnd. Sú nefnd fór þess á leit, að Búnaðarsambandið,
Kvennabandið og Ungmennasambandið kysu þrjá fulltrúa hvert.
Síðar bættust þrir sýslukjörnir fulltrúar við, og urðu því einnig
fimmtán í nefndinni.
Fylgt úr hlaði i A-Hún.
Þann 21. júní 1972, boðaði Jón ísberg sýslumaður austur-hún-
vetnsku nefndina til fundar á Blönduósi. Þar var og mættur Indriði
G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefndar 1974, og
kynnti hann áform og hugmyndir hennar. A fundinum kom fram
eindreginn vilji til að minnast tímamótanna á veglegan hátt t. d.
með því að konia upp framtíðar útivistar og samkomusvæði. Einnig
skyldi efnt til tveggja daga útihátíðar og e. t. v. sýninga.
Kosin var þriggja manna framkvæmdanefnd, er athuga skyldi um
staðarval fyrir útisamkomusvæði, og skila áliti fyrir næsta fund.
Þessi nefnd lagði niðurstöður af athugunum sínum fram á fundi
22. september 1972. Að mati bennar konm þessir staðir helst til
greina: Reykjabót við Svínavatn, Torfdalur í Vatnsdalshólum,
Húnaver, Katlar ofan Blönduóss, og Hrútey. Hölluðust flestir að