Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 37
HÚNAVAKA
35
því, að Reykjabót og Torfdalur væru ákjósanlegastir. Torfdalur
var þó talinn betri, ef um samstarf gæti orðið að ræða við V-Hún-
vetninga um þjóðhátíðarhaldið.
Framkvæmdanefndin lagði einnig fram tillögu um að skipta
nefndinni í vinnuhópa, með afmörkuð verksvið.
Hátíðarnefnd: framkvæmdir á hátíðarsvæði o. þ. h.
Dagskrárnefnd: dagskrárgerð, sýningar, útgáfa o. þ. h.
Allsherjarnefnd: minjagripaútgáfa, áróður o. þ. h.
Hver nefnd kysi síðan fulltrúa í framkvæmdanefnd, sem hefði
yfirumsjón með vinnunefndunum.
Skipting í nefndir varð þannig:
Hátíðarnefnd:
Kristófer Kristjánsson, Köldukinn II, formaður.
Einar Evensen, Blönduósi.
Elísabet Sigurgeirsdóttir, Blönduósi.
Gísli Pálsson, Hofi Vatnsdal.
Jón Ingi Ingvarsson, Skagaströnd.
Dagskrárnefnd:
Jóhannes Torfason, Torfalæk II, formaður.
Jón Tryggvason, Ártúnum.
Elísabet Thoroddsen, Blönduósi.
sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, Skagaströnd.
Valgarður Hilmarsson, Fremstagili.
Allsherjarnefnd:
Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum, formaður.
Magnús Sigurðsson, Hnjúki.
Helga Ólafsdóttir, Höllustöðum.
Björg Bjarnadóttir, Sölvabakka.
Jóhann Guðmundsson, Holti, Svínadal.
Á fundi 2. október, skýrði Jóhannes Torfason, frá samtali við Ólaf
H. Kristjánsson, þar sem Ólafur taldi grundvöll fyrir samstarfi,
vera fyrir hendi, og nefndi Vatnsdalshóla sem líklegan samkomu-
stað. Talsverðar umræður urðu þó um staðarval, en eftirfarandi til-
laga var samþykkt.