Húnavaka - 01.05.1975, Page 39
HÚNAVAKA
37
aðarsambandsins og Ungmennasambandsins í þjóðhátíðarnefnd.
Síðar heldur Indriði G. Þorsteinsson, fund með nefndinni og kynnir
áform Þjóðhátíðarnefndar 1974. Þann 10. október 1972, koma hug-
myndir Austur-Húnvetninga til umræðu, og er samþykkt að koma
til fundar við þá í Vatnsdalshólum, hinn 14. október.
Samvinna um þjóðhdtíðarhald?
„Það er eindreginn vilji fundarmanna, að þjóðhátíð verði haldin
sameiginleg fyrir báðar sýslurnar“ er bókað á fyrsta sameiginlegum
fundi þjóðhátíðarnefnda Húnaþings. Einnig var ákveðið, að sú há-
tíð yrði í Torfdal. Ólafi H. Kristjánssyni og Kristófer Kristjánssyni,
var falið að leita eftir samningum við landeigendur þ. e. Sveinsstaða-
bændur, um leigu til langs tíma.
Sömu aðilar koma aftur til fundar 2. nóvember og ræða þá frekar
ýmiss skipulagsatriði og kostnað við framkvæmdir. Uppbygging
svæðisins skyldi miðuð við framtíðarnot og þjóðhátíðarsamkoman
yrði jafnframt vígsluhátíð þess. Stofnkostnaður var áætlaður um kr.
2.000.000,00. Drög að leigusamningi lágu og fyrir. Þessi samnings-
drög ásamt kostnaðaráætlun koma fyrir aukasýslufund í V-Hún. 3.
nóvember 1972, sem afgreiddi málið þannig:
Allsherjarnefnd bar fram tillögu, er samþykkkt var samhljóða:
„Ut af erindi þjóðhátíðarnefndar lýsir sýslunefnd V-Hún. sig sam-
þykka því fyrir sitt leyti, að sameiginleg þjóðhátíð fyrir A- og V-
Hún., verði haldin í Vatnsdalshólum sumarið 1974.“
Og einnig:
Fjárhagsnefnd bar fram tillögu samhljóða samþykkta: „Sýslu-
nefnd V-Hún., telur rétt, að þátttaka sýslunnar í heildarkostnaði
vegna væntanlegrar þjóðhátíðar 1974 verði skipt þannig, að þáttur
hennar í kostnaði við hátíðina sjálfa verði í hlutfalli við íbúafjölda,
en þátttaka vegna varanlegrar fjárfestingar á fyrirhuguðu hátíða-
svæði verði allt að 10 til 15% af heildarkostnaði."
Aukasýslufundur í A-Hún., fjallaði um þessi mál og störf þjóð-
hátíðarnefndar 6. desember 1972.
Þar um má lesa eftirfarandi:
Tillaga frá meirihluta fjárhagsnefndar lögð fram svohljóðandi:
„Sýslunefnd fellst á áætlun þjóðhátíðarnefndar og felur henni fram-