Húnavaka - 01.05.1975, Side 40
38
HÚN AVAKA
kvæmdir í samræmi við hana. Allar framkvæmdir skulu miðaðar við
það, að heildarkostnaður, þ. e. fjárfestingarkostnaður fari ekki fram
úr kr. 2.000.000,00 á núverandi verðlagi. Nefndin sjálf annist fjár-
mál undir yfirstjórn sýslnanna, og heimilast oddvita að taka lán til
greiðslu kostnaðar.
Þjóðhátíðarnefnd er falið að gera samkomulag við þjóðhátíðar-
nefnd V-Hún., um skiptingu kostnaðar, svo og skiptingu væntan-
legra tekna og verði það samkomulag lagt fyrir sýslufund í vor.
Þjóðhátíðarnefnd er falið að reyna að afla tekna og framlaga á
allan þann hátt sem hún telur færan“.
Tillagan var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með sex atkvæðum
gegn einu, en einn sat hjá. Já sögðu: Lárus Sigurðsson, Sigurður Þor-
bjarnarson, Sigursteinn Guðmundsson, Jón Tryggvason og Jón ís-
berg, svo og Guðmundur Jónasson með eftirfarandi bókun:
„í trausti þess að full samstaða náist milli Ungmennasamband-
anna í Austur- og Vestur-Hún., um rekstur samkomusvæðisins fram-
vegis og að sanngjarnir samningar náist um skiptingu kostnaðar segi
ég já.“
Nei sagði Stefán Á. Jónsson með eftirfarandi bókun:
„Tel hugmynd þjóðhátíðarnefndar um hátíðasvæði og aðstöðu
fyrir ferðafólk á margan hátt athyglisverða og skemmtilega. Get samt
ekki samþykkt jafn óviss útgjöld og þar er gert ráð fyrir eða allt að
1.700.000 króna, sem greiða verður úr sýslusjóði A-Hún. á næstu
árum, þar sem mörg aðkallandi og nauðsynleg fjárfrek verkefni bíða
framkvæmda. Ég álít að þau eigi og verði að ganga fyrir, segi því
nei.“
Ólafur Magnússon greiddi ekki atkvæði með þessum fyrirvara:
„Ég tel málið of persónulega tengt mér til þess að ég geti greitt
atkvæði.“
Hvers vegna sameiginlega þjóðhátíð?
í þjóðhátíðarnefndum beggja sýslna var áhugi fyrir að sameina
Húnvetninga, bæði heimamenn og þá sem burt eru fluttir, og ætla
mátti að hefðu hug á að vitja æskustöðva og vina á þjóðhátíð.
Sameiginleg hátíðarsamkoma hefði öll skilyrði til að verða bæði
veglegri, fjölbreyttari og jafnvel hlutfallslega ódýrari. Báðar sýslur