Húnavaka - 01.05.1975, Page 55
HÚNAVAKA
53
Sigriður Schiöth stjórnar Samkór Húnaþings. Ljósm. Bj. Bergmann.
urinn sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, en sr. Gísli H. Kolbeins flutti ræðu.
Helgistundinni lauk með því að þjóðsöngurinn var snnginn.
Hátíðarræðu flutti sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi.
Samkór Húnaþings söng nokkur lög, undir stjórn Sigríðar Schiöth.
Þessi kór er eitt af meiriháttar verkefnum, sem þjóðhátíðarnefnd-
irnar stóðu að. Félagar í nær öllum kirkjukórum Húnaþings um 90
manns, frá Hrútafirði til Skagastrandar tóku þátt í starfi hans. Marg-
ir lögðu á sig löng ferðalög til að geta sótt æfingar, auk þess heim-
sótti stjórnandinn kórana nokkrum sinnum og æfði þá. Góður vilji
og samstilling gerðu þennan kór að lifandi dæmi þess hve mikilvægt
er að standa saman ef árangur á að nást. Starf hans ber að þakka.
Þá er vert að geta þess, að kórinn flutti lagið „í fjallahvammi“
eftir Ólaf Tryggvason, við ljóð eftir Eðvald Halldórsson, en hvort-
tveggja var tileinkað þjóðhátíðinni. Kristján Hjartarson á Skaga-
strönd, flntti frumsamið kvæði „Móðir ísland“.
Nú er að geta annars stórverkefnis, en það var hópsýning um 100
unglinga úr Húnaþingi og Strandasýslu. Höskuldur Goði Karls-
son, íþróttakennari á Reykjaskóla æfði og stjórnaði. Þá samdi hann
handrit, valdi tónlist og flutti texta. Vegna æfinga lögðu margir á
sig mikil og löng ferðalög, því að allir þurftu að mæta til æfinga
samtímis. Þetta var að hluta unnið í samvinnu við þjóðhátíðarnefnd
1974, enda sýnt á Þingvöllum 28. júlí, og ef marka má umsagnir