Húnavaka - 01.05.1975, Page 60
58
HÚNAVAKA
mesta ógæfumanni, er land vort hefur alið. Af uppvexti hans fara
margar sögur, sem bera vott urn ódælsku hans, svo sem hrekkir við
förufólk og jafnvel föður sinn, sem hann reif um hrygginn með ull-
arkömbum. Gæsir og kjúklinga sneri hann úr hálsliðnum er hann
skyldi þeirra gæta, og uppáhaldsmerhross föður síns, Kengálu, fletti
hann baklengjunni er hann lattist við að geyma hrossa hans. Svo fór
og með önnur þau verk er hann vinna skyldi. En snemma varð hann
rammur af afli, og sást lítt fyrir í viðskiptum sínum við aðra menn,
enda fór hann fjórtán vetra utan, sekur skógarmaður, fyrir að drepa
húskarl einn frá Asi í Vatnsdal, er Skeggi hét. Var fátt um kveðjur
með þeim feðgum, en móðir hans gaf honum sverðið jökulnaut og
bað honum allrar blessunar. Fór hann víða um lönd og lenti í mörg-
um svaðilförum og varð marga manna bani og gat sér mikinn orðstír
sakir afls og hreysti, en þótti ójafnaðarmaður og ofurkappsfullur.
Skáld var hann gott og kvað jafnan vísur Jrá er hann átti í orðaskipt-
um við rnenn. Mælt var um hann: „Sitt er hvað gæfa eða gjörvu-
leiki“.
Flestum er kunnug saga sú er Grettir glímdi við drauginn Glám
að Þórhallastöðum í Vatnsdal, en draugur sá var svo magnaður, að
við lá að byggð eyddist innan Tungu. Drap draugur sá allt kvikt,
og reið húsum um nætur. Var Grettir þá um tvítugt. Gekk Grettir
af Glám dauðum.
„Svo hefur Grettir sagt þar frá,
að sóknin hin ferlega gengi,
að aldregi slíka ógn sem þá
um ævina reyna fengi.
Draugurinn skall úr dyrunum út,
dauðvona Grettir við heljarsút
horfði í hans helsjónir lengi.“
Svo er sagt, að Glámur hafi á hann lagt ógæfu og hamingjuleysi,
að hann myndi útlægur ger og búa jafnan einn og hafa hina válegu
sjón sífellt fyrir augunum, sbr. niðurlag kvæðisins. Varð það og að
áhrínsorðum, því að allt virtist snúast Gretti til óhamingju. Fór
hann til Noregs með kaupmannsfari. Skipið strandaði og komust
menn nauðuglega á eyju eina. Gátu þeir eigi kveikt eld. Synti Grett-
ir þá í land klæddur kufli einum og söluvoðarbrók, fraus hann injög