Húnavaka - 01.05.1975, Page 61
HÚNAVAKA
5<)
af sundinu og líktist meir trölli en mennskum manni, er hann kom
í hús eitt þar eldur brann. Voru þar fyrir tólf manns að drykkju og
brá þeim mjög er þeir sáu óvætt þessa. Réðust þeir að honum með
öllu lauslegu og börðu jafnvel logandi eldibröndum, svo að eldar
komust í húsið. Grettir komst undan með eldinn, en húsið brann,
svo og þeir félagar, en Gretti var kennt um, og barst fréttin til Is-
lands. Var hann þá útlægur ger af öllu landinu.
Um sama leyti andaðist faðir hans og Atii bróðir hans var veginn
af Þorbirni öxnamegin. Grettir kemur heim í Borgarfjörð og fréttir
þetta, gjörir ferð norður í land og drepur bróðurbana sinn.
Eftir þetta flækist Grettir víða um land og átti marga óvini. Var
heitið til höfuðs honum sex mörkum silfurs. Dvaldist hann á Kili,
Arnarvatnsheiði og víðar, en flúði að lokum út í Drangey. Var hann
þá orðinn svo illa haldinn sakir myrkfælni, að hann mátti eigi einn
saman vera eftir að myrkt var orðið. Móðir hans bar þungar sorgir
hans vegna.
„Nístingsfrost og norðanbyljir
nauðuðu um hvert hans flet.
Öfund, svik og illvild manna
aldrei viku um fet. —
Ein á Bjargi allar nætur
Ásdís bað og grét.
Þyngst var fórnin er hún Asdís
Illuga af höndum lét.
Svo að Grettis miklu myrkur
mættu þoka um set.
Aldrei hún í augsýn manna
áður né síðar grét.“
Illugi bróðir Grettis var 15 vetra, er hér var komið sögu og allra
manna gervilegastur. Verður að ráði að hann fylgir bróður sínum í
útlegðina. Þótti skagfirskum bændum vargur mikill kominn í eyna
er þeir urðu áskynja um dvalarstað þeirra bræðra og reyndu með
gjörningum að gjöra þeim illt og koma á burt. Var það kerling ein,
fóstra Þorbjarnar önguls, er þar var að verki. Sendi hún til Drangeyj-
ar trjábol, er hún hafði sungið yfir bölbænir og magnað. Fékk
Grettir þar af fótarmein, er gjörði óvinum hans auðveldara að sigra