Húnavaka - 01.05.1975, Page 63
JÓN ÓL. BENÓNÝSSON:
Frásögn affisk iróhri s
Það mun hafa verið árið 1927 í nóvember, að sá er þetta ritar var
bóndi á Kálfshamri í Vindhælishreppi í A-Hún. Átti ég nokkuð stórt
fjögra manna far, sem ég reri yfir sumarið og haustið, venjulega
fram að jólum. Mun ég hér á eftir
segja frá einni sjóferð minni eftir því,
sem ég bezt get munað.
Þegar ég leit til veðurs um morg-
uninn var dimmt í lofti og hæg norð-
austan gola og ekki var heyranlegt
brimhljóð. Ég vakti því háseta mína
og ákvað að beita línuna. Hásetar mín-
ir voru jretta haust Sveinn Sveinsson
bóndi Tjörn í Nesjum, Páll Bene-
diktsson tómthúsmaður við Kálfsham-
arvík (Blómsturvöllum), Eðvald Júlí-
usson Króksseli og Jón Lárusson
Keldulandi, tveir þeir síðastnefndu
vinnandi við bú feðra sinna. Þegar við
vorum að byrja að beita, kemur til
mín maður að nafni Davíð Sigtryggs-
son, sem þá var kominn fyrir tveimur dögum í vetrarvist til Sveins
á Tjörn. Sendi Sveinn hann í sinn stað, því að hann var þá svo las-
inn að hann treysti sér ekki til að mæta sjálfur. Ég tók fúslega við
Davíð, þó að mér hins vegar þætti slæmt að fá þar óvanan og eftir
útliti að dæma frekar þreklítinn mann í staðinn fyrir mjög hraust-
an og þaulvanan kraftajötun sem Sveinn var.
Þegar við höfðum beitt línuna drukkum við kaffi, sem ég hitaði
á „prímus“. Því næst fórum við í hlífðarföt og bárum bjóðin ofan
undir flæðarmál. Við settum því næst bátinn á flot eftir að hafa
signt okkur og einnig yfir bátinn, og er ég hafði sagt, svo að háset-
arnir gátu heyrt „Setjum þá fram í Jesú nafni“, fyrr tók enginn á
bátnum, en um leið og þessi orð voru sögð var eins og báturinn
Jón Ól. Benónýsson.