Húnavaka - 01.05.1975, Page 68
66
HÚNAVAKA
Báturinn var talinn fjögramanna far, en var með barkaræðum
þ. e. laus þófta var í barkanum og gat einn maður róið þar á tvær
árar.
Báturinn var nokkuð skábyrtur og vel breiður og þoldi siglingu
mjög vel, enda var hann afburða sjóskip og mun það hafa bjargað
lífi mínu og háseta nrinna í það minnsta þrisvar í þannig veðri að
við vorum af flestum „taldir af“ þ. e. óhugsandi að við næðum landi
lieilir á húfi.
Það sem hér er skráð hefi ég ritað í desember 1972 og er þá 79
ára og tíu mánaða gamall.
O O
Viðauki:
Það hefur verið sagt að lélega sögu sé nokkuð hægt að bæta með
góðum „eltirmála" (eða öfugt ef hann er líka lélegur). Ég geymi í
lruga mínum gott efni í eftirmála við sögu þá, er ég bef sagt hér og
sett á blað, en sennilega mun ég vegna minnar vankunnáttu á með-
ferð efnisins skenrma það svo að úr þessu verði hálfgert klúður.
Ég get þá þess fyrst að fáurn mínútum eftir að ég kom til félaga
minna frá því að láta vita um að við hefðunr náð landi vissi ég ekki
fyrr til en þau hjón Olafur kaupfélagsstjóri og Björg kona hans,
voru komin út á bryggjuna og það var eins og þau yrðu að sjá með
eigin augum að við félagar værum þar komnir. Buðu þau okkur öll-
um heim til sín, þegar við værum búnir að koma bát og farmi á ör-
ugga staði. Nokkrir nrenn konru til að hjálpa okkur að setja bátinn,
senr ég lrygg að muni hafa verið fyrir álrrif þeirra bjóna. Og er
þessu var lokið fórunr við heinr í hús kaupfélagsstjórans, þar var
okkur tekið opnum örnrum og settir þar við reglulegt nægtaborð.
Ég hef oft séð vegna kynna nrinna við góða og ganrla íslenzka sveita-
gestrisni, gestum vel veitt, en í þetta sinn held ég að þau hjón hafi
„slegið nret“. Má nærri geta hvorí 5 hraustir og hungraðir menn
hafi ekki þurft talsvert til að fá sig fullsadda enda skorti ekki að
eggja okkur til franrgöngu. Þó ef ég man rétt var bætt á borðið með-
an á máltíðinni stóð, og það miklu að litlu nrinna mun þar hafa
verið af matföngunr, er af því var borið en upphaflega hafði verið,
er við byrjuðum að matast.
Eftir þessa rausnarmáltíð konr svo húsbóndinn nreð vínflösku og
bauð okkur snaps, en aðeins ég og Páll þáðum það, þó ekki nema
sitt staupíð hvor.