Húnavaka - 01.05.1975, Page 70
68
HÚNAVAKA
Aðalbjargræðisvegurinn til sveita á þessum árum var peningsrækt
og þá aðallega sauðfjárrækt, en kýr voru að jafnaði hafðar svo marg-
ar sem töðuforði leyfði, og voru þau bú best stæð, sem flestar kýr
höfðu. Af þessum bústofni lifði fólkið að svo miklu leyti sem mögu-
legt var.
Sjósókn stunduðu bændur sjálfir, og sendu margir einn eða fleiri
vinnumenn suður á Snæfellsnes eða Suðurnes til að stunda sjóinn
yfir vetrarvertíðina og jafnvel vorvertíðina. Var fiskurinn hertur og
fluttur heim í svokallaðri skreiðarferð, sem farin var upp úr miðj-
um júní. Ef vel fiskaðist, var nokkuð af aflanum selt og þá annað-
hvort fyrir nauðsynjum til heimilisins eða fyrir peninga.
í kaupstað var víða einungis farið tvisvar á ári, á vorin eftir frá-
færur og á haustin. Seldu bændur þá framleiðslu búanna, sem þeir
gátu verið án, og fengu í staðinn helstu nauðsynjar, svo sem korn-
vöru, salt og járn, auk þess nokkuð af tóbaki og brennivíni, sem
mun hafa verið töluvert notað. Klæðnaður var að mestu heimaunn-
inn, svo að lítið eða ekkert var keypt af kramvöru.
Fjallagrös voru allmikið notuð í matargerð, og var sérstök grasa-
ferð farin, oftast í tengslum við skreiðarferðina.
Garðrækt mun hafa verið hverfandi lítil, en þó hefur hún þekkst
og að því virðist nær eingöngu kartöflurækt.
Um jarðir sínar hugsuðu bændur lítt annað en að hafa það út
úr þeim, sem hægt var, með sem minnstum tilkostnaði, enda munu
framkvæmdir til jarðabóta hafa verið nær óþekktar. Tún voru lítil,
þýfð og ógirt, og þó þau hafi verið heldur ómerkileg, var helst eitt-
hvað um þau hugsað. Allur húsdýraáburður, sem til lagðist, var
nýttur, sauðataðið var þurrkað til eldsneytis, en mykjan borin á
tún. Til áburðarauka voru kýr látnar standa inni á sumrin. Færi-
kvíar voru sums staðar notaðar, en þær voru gerðar úr timbri og
fluttar um túnið, svo að áburðurinn undan þeim nýttist. Einnig
hefur þekkst, að hestar væru traðaðir, það er látnir standa í tröð-
um að næturlagi og áburðurinn undan þeim síðan borinn á tún.
Áburðarvinnslan var gerð með mikilli vandvirkni, og voru mol-
arnir jafnvel muldir nreð höndunum ofan í grassvörðinn, og hefur
sú aðferð að líkindum verið þekkt um langan tíma, enda voru öll
áhöld mjög frumstæð.
Sem dæmi um frumstæð áhöld og litlar framfarir má nefna, að
orfhólkarnir vorn fyrst fundnir upp um 1830, en áður voru Ijáirnir