Húnavaka - 01.05.1975, Síða 72
70
HÚNAVAKA
úr Bólstaðarhlíðarhreppi. Fyrsti forseti félagsins var Guðmundur
Arnljótsson hreppstjóri á Guðlaugsstöðum.
Skipulagningu félagsins var í upphafi þannig háttað, að hver
væntanlegur félagsmaður lofaði vissu tillagi, og var fénu síðan
varið til vinnulauna þeirra, sem félagsstjórnin útvegaði til fram-
kvæmdanna. Einungis var unnið á fáum stöðum ár hvert, en sérhver
félagsmaður átti að fá tillag sitt endurgoldið í jarðabótum, þótt síð-
ar væri.
Er svo hafði farið fram um hríð, kom í ljós, að fortölur forgöngu-
manna gerðu meira til að koma þessu á fót, heldur en áhugi félags-
manna sjálfra, og varð framhaldið eftir því. Sumir greiddu aldrei
lofuð tillög, sumir heimtuðu sín tillög aftur í stað vinnu, og enn
aðrir gengu strax úr félaginu. Þá voru og þeir, sem hvorki voru
ánægðir með vinnuna né vinnumennina, enda mun túnslétíunin
víðast hafa komið fram sem smáir og graslitlir sléttaðir blettir, sem
entust illa og voru auk þess slæmir í slætti.
Helst þóttu skriðuvarnargarðar, vatnsveituskurðir og stíflur gera
nokkurt gagn. Þegar svo hafði gengið í 4—5 ár, var starfsgrundvöll-
ur ekki lengur fyrir hendi. Voru reikningar félagsins gerðir upp, og
það sundraðist með öllu.
í „Reykjavíkurpóstinum" 1848 er greint frá hverjar framkvæmd-
ir voru gerðar á fyrstu fimm árum félagsins. Kemur þar fram, að
alls hafi verið byrjaðar jarðabætur á 17 bæjum sem hér segir:
14 matjurtagarðar . . samtals 550 ferfaðmar, sem eru um 1930 m2
Sléttað tún .......... samtals 3255 ferfaðmar, sem eru um 114ha
Vandaðir túngarðar samtals 200 faðmar, sem eru um 375 m
Skurðir til vatnsveitu samtals 1862 faðmar, sem eru um 3500 m
Ennfremur var á þessum árum hlaðinn skriðuvarnargarður á
Kúfustöðum í Svartárdal til að bægja aur- og grjótskriðum frá tún-
inu, sem var í stöðugri hættu. Þótti það einhver besta jarðabótin,
sem gerð var á þessum árum.
Þótt svo illa tækist til með þessa fyrstu tilraun, voru aðalhvata-
menn enn sannfærðir um gagnsemi þess að bindast samtökum til
að vinna að jarðabótum. Endurskipulögðu þeir nú félagsskapinn, og
var það með nokkuð öðrum hætti, enda voru þeir reynslunni ríkari.
Samkvæmt þessari endurskipulagningu átti hver félagsmaður að