Húnavaka - 01.05.1975, Síða 73
HÚNAVAKA
71
skuldbinda sig skriflega til að láta vinna tiltekna dagsverkatölu á
ábýlisjörð sinni á hverju ári. Einnig áttu þeir að útvega verka-
menn sjálfir og semja um kaup við þá. Forstöðumenn áttu að segja
til um, hvað helst ætti að gera á hverjum stað og hvernig hagkvæm-
ast væri að vinna verkið, og yfirlíta það síðan. Þá áttu forstöðumenn
félagsins að styrkja þá, sem þess óskuðu. Forseti félagsins skyldi
halda bók yfir allar framkvæmdir félagsins. í þennan félagsskap
gengu einungis þeir, sem trúðu á nytsemi hans. Enginn var fenginn
í félagið með fortölum, en félagsmenn skyldu útbreiða hugsjónina
og reyna að sannfæra sem flesta um nytsemi félagsskaparins. Fyrir
félag þetta var starfsgrundvöllur, og kom það töluverðu í verk af
ýmsum jarðabótum.
Þegar hér er komið sögu og nokkurt skipulag á félagsskapinn,
gera forstöðumenn sér grein fyrir, að það, sem helst hamlar almennri
útbreiðslu félagsins er, „að það vantar sjóð til að styrkja efnalitla
leiguliða og launa þeim, sem skara fram úr öðrum að jarðabótum,
því þá er ætíð von á betri viðleitni, þegar sóminn rekur á eftir með
nytseminni, enda fylgjast þau alténd að í raun réttri, því ekkert
er sannarlega nytsamt, nema það sé sæmilegt". (Húnvetningur bls.
14)'
Það er skemmtilegt að sjá, að þegar upp úr 1850 hafa aðalhug-
sjónamenn félagsins séð fram á nytsemi sjóðmyndunar, þó að sú
framkvæmd dragist enn um sinn.
Ekki verður saga jarðabótafélagsins rakin öllu lengur, án þess að
minnst sé á annan félagsskap í þessum hreppum, en það er lestrar-'
félagið eða lestrarfélögin, því að þau voru stundum fleiri en eitt.
Upphaf þessara félaga var, að vorið 1846 stóðu þeir séra Þorlákur
Stefánsson í Blöndudalshólum og Guðmundur Arnljótsson á Guð-
laugsstöðum fyrir því, að þeir og nágrannarnir stofnuðu lestrarfélag
og nefndu „Lestrarfélag Blönddælinga". Forseti félagsins var Guð-
mundur Arnljótsson.
í kjölfar þessa félags reis upp annað lestrarfélag úti í Langadal.
Stofnendur þess voru 11 talsins, en aðalforgöngumenn voru Arn-
ljótur Ólafsson Auðólfsstöðum og jónas Pétursson Gunnsteinsstöð-
um. Átti félag þetta nokkuð í vök að verjast fyrstu árin. En árið 1848
fluttist Jóhannes Guðmundsson, sonur Guðmundar Arnljótssonar,
að Gunnsteinsstöðum og var þegar það ár kosinn forseti félagsins.
Voru þeir feðgar nú forsetar sinn í hvoru lestrarfélagi og sáu, að