Húnavaka - 01.05.1975, Page 75
HÚNAVAKA
73
lagsins og störfum hennar og um fundarhöld, sem skyldu vera tvisv-
ar á ári, vorfundir og haustfundir. Nefndin átti að bóka allar fram-
kvæmdir félagsins, skoðanagjörðir, og það sem þeir ráða til á hverj-
um stað, og allt þetta skyldu þeir gera kauplaust.
í 13. gr. segir, að hver félagsmaður lofi á vorfundi að vinna til-
tekna dagsverkatölu að jarðabótum á ábýlisjörð sinni það vor. Ekki
rnátti vinna minna en 6 dagsverk, og helst áttu menn að bindast
samtökum við aðra verkaskiptingu.
í 15. gr. er gerð grein fyrir, hvernig vinnan skyldi lögð í dagsverk,
og var það þannig:
í túnsléttun 14 ferfaðmar (sbr. leiðréttingu í ,,Aldarminningu“),
í sniddu- og þrepgarði 3 faðmar; í grjótgarði 2 faðmar; en önnur
dagsverk, sem ekki verða fyrirfram ákveðin, skulu teljast gild eftir
mati flokksforingjanna með samþykki forstöðunefndarinnar.
í 18. gr. segir, að félagið geri þá að heiðursmeðlimum sínum,
sem skara fram úr öðrum að dugnaði eða styðji félagið öðrum frem-
ur með ráði og dáð.
Það er eftirtektarvert, að í félagi þessu voru frá upphafi nær allir
bændur úr Blöndudal vestanverðum og flestir út í kringum Sól-
heimaháls, en enginn úr Svínadal. Síðar um vorið bættust fjórir
menn úr Bólstaðarhlíðarhreppi í félagið, og voru þeir allir úr
Langadal.
Vorið 1852 var ungur og efnilegur maður, Björn Erlendsson,
fenginn til að fara norður að Frostastöðum í Skagafirði til að læra
jarðyrkjustörf hjá Jóni Espólín jarðyrkjumanni. Sérstaklega átti
hann að kynna sér notkun hesta og hestverkfæra. Árið eftir byrjaði
hann plógskurð hjá jarðabótafélaginu og plægði á átta bæjum aðal-
lega utantúns móa eða óræktarreiti. Voru þessi flög ekki fullunnin
það ár.
Framhald d nœsta dri.