Húnavaka - 01.05.1975, Page 79
HÚNAVAKA
77
það landveg og hafði oftast aðeins einn hest til reiðar, sem það hafði
fengið leigðan yfir sumarið. Það var með tjald og var marga daga á
leiðinni. Þegar það kom norður var það mjög sólgið í skyr og mjólk.
Það kom við á bæjum, til að vita hvort ekki vantaði kaupafólk. Síð-
an var haldið áfram þar til einhver bóndinn réði þann, sem bauð
sig. Oft var fólkið á sama stað í mörg sumur og réði þá oft með sér
fólk, sem það þekkti. Allt kaup var greitt í smjöri. Peningar voru
þessu fólki einskis virði á móts við feitmetið. Kaupamaður fékk
venjulega fjórðung smjörs í mánaðarkaup, en verð á fjórðungnum
var 12 krónur.
Venjulega kom fólkið í hópum norður. Einhverju sinni kom hóp-
ur heim til okkar til að bjóða sig til sumardvalar. Faðir minn var
mjög spaugsamur og segir við fólkið. „Ég er nú vanur að láta kaupa-
konurnar mínar ákveða hvern ég ræð“. I því komu stúlkurnar frá
heyskapnum heim í kaffi. Ein þeirra, sem var glaðsinna, bendir á
stóran og stæðilegan mann og segir við föður minn. „Taktu þennan
þríbreiða“. Það réðst, og reyndist maðurinn hinn besti verkmaður
og sérlega duglegur að bera upp í hey.
Árið 1747. Fyrir nokkru gekk á íslandi mannskæð bólusótt og fólkið hrundi
niður. Vegna mannfæðarinnar, sem þetta hafði í för með sér, var það ráð tekið
að leyfa ógiftu kvenfólki að eiga allt að sex börnum að óskertum kvenlegum
sóma og jómfrúdómi. Þetta ágæta lagaboð varð þó að afturkalla fyrr en varði,
því að stúlkurnar notuðu réttindin allt of freklega.
íslenzkum konum verður ekkert um barnsburð. Þær fæða af sér afkvæmið
þjáningarlítið, baða sig á eftir og hlaupa síðan burt. Barnið hafa þær ekki á
brjósti nema fáeina daga, og síðan er það sett á gólfið hjá keri með volgri mysu,
og úr því drekkur það með fjöðurstaf að vilja sínum.
Úr íslandsbók Andersons.