Húnavaka - 01.05.1975, Page 80
JÓNA S. VILHJÁLMSDÓTTIR:
Söngurinn í hamrabeltinu
íslensk tign ríkti yfir fallegu sveitinni. Sólin skein og umvafði
hauður og haf gullnum geislum sínum. Sólaruppkoma var nýafstað-
in, eitt það fegursta, sem hver dagur hefur upp á að bjóða. Fugl-
arnir sungu, smalarnir hóuðu, hundarnir gjömmuðu. Vormagn í
náttúrunni, nýtt líf að smáþroskast í kyrrð og leynd. Litlu yndis-
legu blómin brostu mót sumrinu og teygðu bikarana upp móti sól-
argeislunum, sem lýstu og vermdu hvert blað. Lágreisti torfbærinn
lét lítið yfir sér, þar sem hann stóð, sólin roðaði glugga og þil. Ung
stúlka kom hlaupandi heiman frá bænum. Hún svalg að sér blá-
tært morgunloftið, þessa hressandi og svalandi guðaveig. Þarna dans-
aði hún í sólargeislunum, gáskafull og létt í lund. Hún stefndi upp
í fagra blómabrekku fyrir ofan bæinn. Þar settist hún niður í grasið,
mjúkt eins og sæng, mildur blærinn strauk vanga hennar og glettist
við hár hennar og bærði það til og frá.
Skammt frá bænum var stórt hamrabelti, sem hún leit alltaf með
lotningu til. Þar var henni sagt að byggi huldufólk. Þennan sólbjarta
dag dróst hún eins og ósjálfrátt upp að hamrabeltinu, eitthvað kall-
aði hana, eitthvað seiddi hana, svo að áður en hún vissi, var hún
kornin upp að því. Hún var svo hissa, því að hún vissi ekki hvernig
hún hefði klöngrast þarna upp. Hún settist niður og kastaði
mæðinni. Þarna ríkti svo mikill friður og ró að undrum sætti,
svo hljótt að heyra hefði mátt fugl færa sig grein af grein. Það var
eins og hinn mildi friður og kyrrð sumarsins legðu sem snöggvast
hömlur á allar raddir náttúrunnar. Hún sat hreyfingarlaus eins og
hlutur á uppboði. Hún hallaði sér útaf og teygði úr sér. Jörðin var
mjúk og voðfelld eins og bezti svæfill. Margt fór um huga hennar
sitt úr hverri áttinni. Ekki gerði hún sér þess grein hversu lengi
hún lá svona á mjúkri jörðinni í sólskininu. Hún hrökk við, er
hún heyrði lágt hljóð, hún sneri sér snöggt við og reis upp til hálfs.
Hvaðan kom þetta? Hún bærði vart á sér, aðeins andaði að sér ilmi