Húnavaka - 01.05.1975, Síða 82
BJORN BERGMANN:
Framanuöxtur og norbanflóð
Vorið 1930 flutti ég tvítugur að aldri frá æskuheimili mínu, Marð-
arnúpi í Vatnsdal að Stóru-Giljá í Þingi. Þá hafði ég hvorki heyri
talað um framanvöxt né norðanflóð, en brátt urðu bæði orðin mér
töm án þess ég veitti því sérstaka athygli. Svo bar það við fyrir fáum
árum að tveir félagar mínir, báðir aðkomumenn, heyrðu Þingbúa
tala um framanvöxt. Þeir vissu að maðurinn átti við vöxt í Vatns-
dalsá, en þeim fannst orðið ankannalegt og höfðu orð á því við mig.
Þá fyrst varð mér ljóst, hvað framanvöxtur er merkilegt orð.
í Vatnsdal heyrði ég sjaldan eða aldrei talað um flóð í Vatnsdalsá
fyrr en hún flæddi vítt yfir bakka og láglendið í útdalnum fór í
kaf, en slíkt kemur fyrir í miklum vetrarhlákum, þegar ísar þrengja
að ánni, og í allra mestu vorleysingum. Hið sama gerist í Þingi. Þeg-
ar vöxtur hleypur í Vatnsdalsá, tala Þingbúar um framanvöxt, og
verði hann það mikill að áin flæði yfir bakka án þess að annar vöxt-
ur komi til, nefna þeir það framanflóð.
Sjávarfalla gætir mikið í Húnavatni og lítilsháttar fram fyrir
Hnausabrú, a. m. k. með stórstraumi. Húnavatn er grunnt og þegar
lygnt er eða sunnanátt og enginn framanvöxtur, koma miklar leirur
upp með fjöru, en með flóði er innstraumur eftir vatninu endilöngu
og sjór gengur langt inn í það. I norðanhvassviðrum nær vatnið ekki
venjulegri framrás. Þá er sagt að haldi inn í vatnið eða belgi inn
í það, og þegar flæðir upp á engi, þá er norðanflóð. ,,Ég þekki öll
þessi orðatiltæki frá því ég var barn, og við notum þau enn“, sagði
Jón Benediktsson á Húnsstöðum, þegar ég talaði um þetta við hann.
Hann var þá níræður og hefur búið á bökkum Húnavatns alla sína
tíð.
Mesta norðanflóð, sem ég hef séð, var miðvikudaginn í 22. viku
sumars 1934. Þá fór allt Þingeyraengið í kaf og miklir skaðar urðu
á heyi. Um veturnætur sama haust brast á norðan stórhríð og þá