Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 85
HÚN AVAKA
83
Fyrir 1100 árum eða þegar landnámsmenn komu hingað, var sagt
að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Nú er það að
mestu berangur, aðallega af manna völdum. Þegar skógurinn er far-
inn, þá er landið skjóllaust og gróðurmoldin berst með vatni og
vindum á haf út, en eftir eru berir melar og sandar. Þessa mela og
sanda má græða upp aftur. Það kostar mikla fjármuni og vinnu, en
það er vinna sem borgar sig. Trjárækt er mjög skemmtileg og það
er gaman að fylgjast með litlu plöntunum og sjá hvernig þær vaxa.
Okkur þykir það ganga hægt, en það kemst þó hægt fari. Sérstaklega
verður að hlynna vel að plöntunum á meðan þær eru að festa rætur.
Trjáplöntur mega aldrei þorna. Það verður að vökva þær daglega,
fyrst eftir að þær eru settar niður, ef ekki rignir. Þær þurfa skjól og
góðan jarðveg. Ræktun trjáa er þannig auðveldari en margir héldu,
og þess má víða sjá dæmi í görðum og trjáræktargirðingum.
Þess má líka sjá dæmi í görðum og trjáræktargirðingum, hvernig
ekki hefði átt að fara að. Hundruð, eða þúsundir plantna hafa verið
gróðursettar og hafa flestar dáið, eða eru við það að deyja, vegna
vankunnáttu. Okkur vantar tilfinnanlega ráðunaut í trjárækt, sem
getur sagt til um, hvaða trjátegundir helst er að gróðursetja, því að
sumar tegundir þrífast alls ekki hér.
Mig langar að segja frá þeim trjátegundum, sem ég er hrifnastur
af. Það er sitkagreni og ösp. Þó finnst mér öspin bera af. A vorin
þegar hún fer að laufgast, er svo dásamlegur ilmur af henni, að það
er unun að nálgast hana í garðinum. Ef vel árar vex hún hraðar, en
öll önnur tré í garðinum. Auk þess er hún beinvaxin og tignarleg,
sannkölluð drottning í garðinum.
Greni þarf meira skjól. Þó mun sitkagreni vera harðgerðast.
Björkin mun vera best til að skýla öðrum trjágróðri og þess vegna
þarf að gróðursetja hana fyrst til þess að mynda skjólgarða fyrir ann-
an viðkvæman gróður. Frá fyrstu tíð hefur líf mannanna verið háð
skóginum og öðrum gróðri. Án skóganna hefði ekki verið hægt að
lifa hér á landi. Tré voru notuð í viðarkol byggingar og til óteljandi
annarra nytja.
En skógurinn eyddist og eftir var berangur einn, eins og fyrr segir,
en ekki þýðir að sakast um orðinn hlut, heldur stíga á stokk og
strengja þess lieit, að klæða landið aftur skógi, svo að það verði aft-
ur svipað eða enn fegurra, en það var þegar trén stóðu upprétt, sem
nú liggja í mónum.