Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 87
HÚNAVAKA
85
þar sem ei gefur á sjó til fiskjar. Önóg upphitun innanhúss og lítið
um skjólklæðnað. Það eru taldir dagar og vikur til sumarkomu en
von um betri aðstæður byggjast á sól og sumri. Og tíminn stöðvast
ekki, dagar og nætur hverfa fram hjá og loks birtist örlítill langþráð-
ur bjarmi á lofti undan dalsbotninum úti við sjóndeildarhringinn,
sem litar gullnum roða jökul fjalltindsins. Eftir nokkra daga kemur
í augsýn lífgjafinn mikli, sólin, og hækkar göngu sína með degi
hverjum á himinboganum og geislar hennar flæða loks yfir einbú-
ann, ísland, frá fjallatindum til fiskimiða. Geislarnir verða heitari,
heitari, með degi hverjum, þrungnir stöðugt meiri lífsorku, og ríki
vetrar, kulda og myrkurs fjarlægist meir og meir og hverfur. Jökull-
in klökknar á fjallstindinum og samfrosin fannþekjan grætur, eyð-
ist, hverfur. Ár, vötn og lækir sprengja af sér vetrarböndin og hefja
söng sinn að nýju. Upp úr moldinni gægist lítill gróðursproti, verm-
ist, vökvast, verður stærri, stærri, sterkari og sterkari og innan
skamms eru grundir og hólar vafðir grænu klæði sumarsins. Sjávar-
báran hæglát faðmar bergið og hjalar þýðlega, vinalega, við sendna
ströndina, en sléttur hafflötur speglar myndir loftsins.
Nú læt ég hug minn staldra við hjá hrörlegu bóndabýli. Það er
fagur sumarmorgunn. Heimilisfólkið — hjón, ásamt börnum sínum
búast til starfa eftir hvíld næturinnar. Fjölskyldan hefir búið þarna
í mörg ár, umhverfið, hefir grópað óafmáanlega mynd þess í huga
hennar, mynd vetrarins, harðneskjulega, en þó vel fallna til að
framkalla þrautseigju, dáð og dug, eftirtekt og varfærni, en einnig
mikilfenglega og fagra mynd sumarsins, algerlega andstæða við
mynd vetrarins, með margþættu lit og blómskrúði, og gróandi lífi,
söng um loft, láð og lög. Bóndi gengur út á bæjarhlaðið, signir sig
og mælir hljóðlega fram bæn, einnig kona hans og börn, sem ganga
út á eftir honum. Þetta er aldagamall siður, sem þjóðin viðhélt í
blíðu og stríðu. Fyrstu orð þeirra eru: Guð gefi ykkur góðan dag.
Erfiðleikar vetrarins eru nú löngu liðnir hjá, sumarið situr að völd-
um, og með sumri hverju finnst þeim allt orðið nýtt. Þau staldra
við litla stund á bæjarhlaðinu áður en þau ganga til starfs. Virða
enn einu sinni fyrir sér umhverfið með sérstakri athygli. Þetta allt
tilheyrir þeim, er þeirra ríki, ekki enn saurgað af ysi og þysi bæjar-
lífsins, friðsælt ríki, ríki sem vekur innra hjá þeim endurnýjað líf.
Átthagaást, einn þáttur manngildis íslenskrar þjóðar til sjávar og
sveita. En hvað allt er vinalegt á þessari fögru morgunstund, meira