Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 88
86
HÚNAVAKA
að segja skugginn af gamla bænum þeirra í norðvestur af bæjarhlað-
inu, með hlóðarstrompinum upp úr þakinu. Gamli hestasteinninn,
fram á bæjarhlaðinu, með svera járnhringnum, hefir hallað sér
töluvert á aðra hliðina svo sem hann vildi gefa til kynna að hann
hafi orðið að hlýða lögmáli aldurs og tíma.
Skemman fram á bæjarhólnum með framhallandi timburstafn-
inum lítur ut fyrir að hafa geymt búslóð og matvæli heimilisins all-
langan tíma, en haft lítið að geyma á erfiðum tímum og svo að
ógleymdum mó- og eldiviðarkofanum norðan skemmunnar. Idtlu
fyrir norðan bæinn rennur bæiarlækurinn. Hann raular nú mildan
og þýðan söng eftir að bóndi fjarlægði stærstu steinana úr farvegi
hans, rennur léttilega í smábugðum niður túnið. Það er lítið og
þýft, garður úr grjóti og torfi hlaðinn í kring um það. Á einum stað
er garðurinn fallinn, og eigi fjárheldur, enda vakað yfir velli.
Bæjarlækurinn hefir fundið sér leik á borði, þar sem hann rennir
sér, svo að lítið ber á, niður úr túninu í gegnum skarðið í túngarð-
inum, og fer svo hoppandi áfram, með hækkandi söng í grýttum jarð-
vegi. Sunnan við túnið fellur áin til sjávar, straumhörð með köfl-
um, en með lygnum hyljum neðan fossa. í sumum þeirra má líta lax
os silung. Laxinn syndir í sveig upp að vatnsskorpunni, hallar sér á
hlið, svnir litskrúð sitt, stekkur loks upp úr hylnum og býður foss-
inum birginn. Sólglitrandi bárur hreyfa vatnsflötinn.
Nokkru fyrir neðan túngarðinn er tjörn, og í henni er hólmi. Þar
er einnig sumarið, lífið í fullum skrúða. Svanir synda þar fram og
aftur á tjörninni, hringa hálsana, tignarlegir, hnarreistir, eða leita
eftir síli í tjörninni, synda áfram, kljúfa vatnsflötinn, svo að straum-
rák myndast á báðar hliðar, en öldur vatnsins freyða á hvelfdum
fannhvítum brjóstum þeirra. Kvaka með heillandi, sérkennilegri,
hljómfagurri röddu hægja á sundinu, baða vængjunum, lyfta sér
upp og troða vatnið með fótunum. Endurnar vappa um hólmann,
útbúa hreiður sín, hæglátar, þunglamalegar í gangi, en mergð kríu
svífur um vegi loftsins með hvellu gargi, þær tylla sér öðru hverju
á jörðina, grípa strá í nefið, lyfta sér á ný og fljúga með stráið í
hreiðurgerð. Hátt í lofti hvín í flugfjöðrum hrossagauksins, spóinn
vellur graut, því að nú er úti vorsins þraut, segir í vísunni og lóan
syngur sína þakkargjörð, dýrðin, dýrðin fullum rómi. Ærnar kroppa
grængresið í hlaðvarpanum, en lömbin, stór og fjörug koma hlaup-
andi til barnanna, en halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim, svo að