Húnavaka - 01.05.1975, Side 89
HÚNAVAKA
87
þau nái ekki til þeirra. Á grundinni fyrir neðan túnið milli túns og
tjarnar, er hrossahópur og folöld í hröðum leik. En norðan og aust-
an túns eru töðugresismóar, ilmandi, þar eru kýrnar á beit milli
mjalta.
Hundurinn, vinur heimilisins, kemur hlaupandi, flaðrar upp um
húsbónda sinn og lætur vinalega, en kisa strýkur sér við fætur hús-
móðurinnar. En starfið kallar. Fjölskyldan hefir enn endurnvjað
sumarmynd sveitalífsins í huga sér. Nú gengur bóndi til skemmunn-
ar og opnar hana. Það marrar i ryðguðum hurðarhjörunum og
hurðin fellur illa að hallandi dyrastaf. Hann tekur orf, slær ný-
dengdan ljáinn í orfið með hamri sem lá á skemmuborðinu, tekur
Ijábrýni, sem lá á vegglægjunni og gengur út á túnið og byrjar slátt,
þar sem hann hætti kvöldið áður. Eftir að konan hefir mjólkað
kýrnar og börnin rekið þær í haga, taka þau sér hrífu í hönd og
hefja rakstur og heyþurrk. Öll ganga þau ötullega að verki með
glöðum huga. Dagurinn líður, sólin færist á himinboganum frá
austri til suðurs, og þaðan í vesturátt. Þegar hún að kveldi virðist
hvíla sig eftir langa göngu sína á dalshnjúknum í norðvestur frá
bænum og málar með fegri bjarma en nokkur mannlegur málari
kann, loft, láð og lög, hætta þau störfum og ganga heim. Vinnuverk-
færin látin á sinn stað og eftir að börnin hafa látið kýr inn, þær
mjólkaðar og kvöldverður etinn, gengur fjölskyldan til hvílu, glöð
í huga.
Sólbjartur sumardagur hefir, þrátt fyrir erfiði og þreytu, skilið
eftir gleði og frið í huga fátæku fjölskyldunnar. Það er sú sveita-
sæla sem fyrri skáld íslensku þjóðarinnar hafa kveðið um.
„Ó, þú sveitasæla, sorgarlækning best“ kveður S. Thorst., treystir
bönd kærleika og samstarfs í faðmi friðsæls sveitalífs.
Dagsverki fjölskyldunnar lokið, bænir lesnar í kyrrþey og engill
svefnsins breiðir verndarvængi sína yfir heimilið.