Húnavaka - 01.05.1975, Side 91
Framhald.
2. september kl. 8/2 f. h. komum vér til Granton (á Skotlandi).
Camoens var lagt við flóðvarpann (Wharf-Bolværk), hann var svo
hár, að hér um bil 3 álnir enskar voru af lunningu á hærra þilfar-
inu upp á brún hans, áður en farið var að skipa upp. Þegar búið var
að skipa upp var skipið töluvert hærra en flóðvarpinn.
Tvær gufuvélar voru uppi á flóðvarpanum, og voru hrossin hífð
upp með annarri, en farangur okkar með hinni. Hrossin voru
hífð þannig upp að maður stóð á palli, sem stóð dálítið út frá
vélinni, og sneri sveif, en við það færðist löng og sver járnstöng,
er föst var við vélina, út yfir skipið. Neðan við enda stangarinn-
ar hékk stór kassi, mjög rammgerður að sjá, á járnkeðju. Þegar
kassinn var kominn yfir opið á lestinni, sem hrossin voru í, var
hann látinn síga niður, opnaður á annarri hliðinni og hrossunum
hleypt þar inn, og síðan lokað. Þar næst var allt dregið upp. Stöngin
færð í sveig inn yfir flóðvarpann og lengra inn yfir háan timbur-
garð, sem var meðfram honum. Þar var kassinn látinn síga niður og
hrossunum hleypt út, en hvað svo var gert við þau sá ég ekki fyrir
timburgarðinum. Þrjú eða fjögur hross voru hífð upp í einu í kass-
anum á þennan hátt.
Útbúnaður á vélinni, sem hífði upp flutninginn, var að öllu leyti
eins að undanteknu því, að ekki var notaður kassi, heldur kaðlar,
og vélin fór ekki lengra með hann en upp á flóðvarpann.
Allur flutningur okkar var rannsakaður af tollþjónum strax er
hann kom upp á flóðvarpann. Ekki skoðuðu þeir neitt nákvæmlega
í hirzlur okkar, og meira að segja skoðuðu þeir ekkert í sumar hirzl-