Húnavaka - 01.05.1975, Síða 93
HUNAVAKA
91
talin vera einhver hin fegursta borg í heimi. Ekki höfðum við tíma
til að horfa lengi á hvað eina, er fyrir augun bar, því að það má svo
að orði kveða að hver hlutur hyrfi sjónum okkar á sama augnablik-
inu og við sáum hann. Svo var ferðin mikil á járnbrautarlestinni.
Á leiðinni fór lestin á nokkrum stöðum um jarðgöng, sem grafin
voru í gegnum hæðir og kletta. Þreifandi myrkur var í þessum
göngum, þótt sumstaðar sæist eldur brenna í þeim, utan við sjálfa
járnbrautina, þá virtist hann litla eða enga birtu gefa til gagns. í
sumum göngunum sáum við bregða fyrir mönnum á gangi með
luktir. Þegar lestin fór eftir göngunum fylltust þau af reyk úr gufu-
vagninum, svo illþolandi loft varð í vögnunum. Æði margar mínút-
ur var lestin að fara eftir lengstu göngunum, enda fór hún ekki eins
hratt eftir þeim og ella.
Til Glasgow komum við kl. 3i4 e. h. 2. sept. Lestin stöðvaðist í
útjaðri borgarinnar. Yfir stöðinni var fjarska mikill glerhiminn,
svo að enginn regndropi gat fallið á menn, þótt staðið væri á vagn-
stöðinni í húðarregni. Undir þessum glerhimni fórum við úr vögn-
unum Þegar við vorum öll komin úr þeim, kom enskur maður til
okkar og sagðist skyldi vísa okkur leið gegnum borgina. Við lögð-
um af stað með honum og eftir um klukkustundargöngu komum
við að stóru húsi, og vísaði hann okkur þar inn. Tveir giftir menn,
sem ekki gátu gengið þessa leið, voru látnir fara upp í lítinn vagn
ásamt konum sínum. Vagninn var ljómandi fallegur. Hann var lík-
ur litlu húsi, með veggjum, þaki, gluggum og hurð. Tveir fallegir
hestar gengu fyrir vagninum. Hjónum þessum var svo ekið í gegn-
um borgina að þessu áðurnefnda húsi, og voru komin þangað langt
á undan okkur. í þessu húsi miðju var langt borð, og þar vorum
við öll látin borða okkur að kostnaðarlausu.
Margt af fólkinu var orðið þreytt að ganga svona langan veg, eink-
um kvenfólk og unglingar, þótt vegurinn væri sléttur og hægt geng-
ið. Mikil rigning var nvlega afstaðin, svo að öll strætin voru mjög
blaut, og mikið verra að ganga eftir þeim en ella, þó að þau séu öll
steinlögð. Á þessari göngu okkar gegnum borgina, fengum við litið
margar stórkostlegar og fagrar byggingar.
Eins og að framan er sagt, komu þeir herrarnir Franch og Daníel
með okkur til Glasgow. Eftir að við vorum nýkomnir inn í þetta
stóra hús kom Daníel þangað inn, en gekk strax út aftur. Eftir
litla stund fórum við að svipast eftir honum, því að við ætluðum