Húnavaka - 01.05.1975, Side 97
HÚNAVAKA
95
kvæmur. En hann var fljóthuga, — jafnvel sveimhuga — en trauðla
eins fasthuga og greind hans benti til, en svo greiðvikinn og hjálp-
fús, að hann sást lítt fyrir, þegar um það var að ræða að rétta hjálp-
arhönd, eða að greiða götu þess, er í hlut átti. Og gestrisni hans var
fræg frá upphafi, og fylgdi heimili þeirra alltaf og jafnframt ódæma
gestanauð og annar átroðningur. Jókst það enn eftir að Sesselja
gerðist þar húsfreyja.
Páll var áhugamaður um félagsmál. Hann var verkstjóri í Torfa-
lækjarhreppi við útrýmingarböðun fjárkláðans veturinn 1904—05.
Hann var formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1907—1913.
Og hann beitti sér mjög fyrir því, að sléttaðar yrðu sleðabrautir hér
yfir ýmsa flata flóa í liérðanu, sem lágu vel við vetrarferðum. Upp
úr aldamótum ruddu sleðar sér mjög til rúms, þegar ísa lagði svo,
að sleðafæri yrði. Þá reyndust ýmsir slakþýfðir flóar torfærir þótt
hallalitlir væru. Var þá gripið til þess ráðs að rista þúfumar af sleða-
brautinni og raða þeim til beggja hliða. Páll varð í þessu máli braut-
ryðjandinn í þess orðs bestu merkingu. En ekki mun það hafa
orðið honum gróðafyrirtæki. En þar naut kappgirni og óhlífni
Páls sín þeim mun betur. En mikil hagsbót varð oft að þessu, þótt
nú sé það víðast horfið með öllu og til einskis nýtt, enda sleðarnir
aðeins til í minningum gamalla manna.
Páll sléttaði allmikið af túninu í Sauðanesi. Þá voru engin
hjálpartæki fyrir hendi nema ofanristuspaðinn og rekan, hvorugt
vænlegt til afreka sé miðað við nútíma afköst. Hann hugðist taka
vatn úr Laxárvatni og veita því á flóana fyrir norðan og vestan
Sauðanes. Sá draumur hans var svo fífldjarfur að furðu gegnir, þótt
leiðin væri fræðilega fær. Verkið hóf hann, en varð lítt ágengt. Síðar
komu þar til önnur ráð og önnur ætlan. En draumur Páls um að
leiða vatnið þarna í gegn er nú staðreynd. Hann átti hugmyndina
og er hún tvímælalaust kveikjan að því að rafstöðin við Sauðanes
var reist.
Páll var tæplega meðalmaður á hæð, herðar vel gerðar og jafnar,
þykkur undir hönd og jafn vaxinn, hvatlegur í hreyfingum og léttur
í fasi og máli.
Haustið 1913 réðst bústýra til hans, Sesselja Þórðardóttir frá
Steindyrum í Svarfaðardal. Gengu þau í hjónaband vorið eftir.
Breytti þá heimilishald all mjög um svip þar í Sauðanesi. Duldist
það engum, er gjörla þekktu til. Þó var Helga móðir Páls merk