Húnavaka - 01.05.1975, Page 98
9(3
HÚNAVAKA
húsmóðir, en þá tekin mjög að láta á sjá fyrir sakir elli og slita, enda
stóð hún þá á sjötugu. Voru þar því að fara fram kynslóðaskipti.
Þau hafa löngum sett sín svipmót á hið næsta umhverfi.
Sesselja fæddist að Steindyrum í Svarfaðardal 29. ág. 1888. k'or-
eldrar hennar voru hjónin Guðrún Björnsdóttir frá Syðra-Garðs-
liorni og Þórður Jónsson frá Hrappsstöðum, sem lengi bjuggu í
Steindyrum.
Sesselja ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahóp. Stein-
dyr voru kotbýli, svo nytjarýrt að undrun vekur að þar skyldi unnt
að framfleyta stórum hóp barna á ómagaaldri. Hagsýni og frábær
atorka einkenndu þar allt lieimilishald, enda kom þar og sjósókn
húsbóndans til. Var þangað sóttur margur málsverðurinn, trúlega
svo margir að oftast nægðu til viðunandi saðningar. Mörgum nú-
tímamanninum sýnist það torráðin gáta, að heimili, sem allar
nauðþurftir þarf að skera við nögl, skuli ekki hafa skilað korkusálum
einum fram á þroskaaldur. En sú varð raunin á að slíkt henti
sjaldnar en ætla mætti. Sesselja og systkin hennar eru þar Ijóst
dærni. Skólagöngu í nútímamerkingu þess orðs var ekki um að
ræða. Kristindómsfræðslan var hið eina lögskipaða. En löghelguð
var og skyldan að verða læs og skrifandi. En „það að verða læs og
skrifandi hefur aldrei verið talið til menntunar á íslandi" er haft
eftir Halldóri frá Laxnesi og mun það réttmæli. Hitt mun þó enn
sannara, að þótt það eitt að ráða þolanlega við lestur og skrift,
sanni ekki menntun þess, er í hlut á, verður því þó ekki neitað,
að þar eru hornsteinar andlegrar mannræktar. Þau Steindyrasystkin
munu snemma hafa orðið hlutgeng í þessum menntum. Víst er að
ýmsar sveitir vorar hafa verið furðu samstæðar um ræktun lestrar-
hæfni og svölun lestrarþrár. I því efni stóð Svarfaðardalur framlega
á síðari hluta 19. aldar. Þeir stofnuðu lestrarfélag um eða litlu eftir
1880. Er mér ekki grunlaust um, að sú sérstæða félagsheild, sem
Svarfdælir virðast hafa átt og verndað, það sem af er þessari öld,
eigi furðutraustar rætur í menningu og mannrækt 19. aldarinnar.
Hjá því fer varla að þar komi lestrarfélag þeirra við sögu. Mun
því óhætt að fnllyrða, að Steindyraheimilið hafi leitað andlegra
fanga í bækur lestrarfélagsins.
Guðrún móðir Sesselju lést frá barnahópnum í júní 1906. Það
haust mun Sesselja hafa ráðist til vistar á heimili Guðlaugs sýslu-
manns Guðmundssonar á Akureyri og var luin vinnukona hjá