Húnavaka - 01.05.1975, Page 99
HÚNAVAKA
97
Sauðanes.
sýslumannshjónunum næstu þrjú missiri. Þar kom hún í umhverfi,
sem fátt átti sameigið með æskuheimili liennar. Þarna átti hún ann-
ríka og erfiða vist, — verk og vistarráð ekki miðuð við kennslu. En
nýtt umhverfi og nýir starfshættir verða þeim líka að námsbraut-
um, sem námshæfni og námslöngun eru gæddir. Þó telja megi
víst, að húsráðendur hafi lagt þá eina rækt við griðkonuna, sem
hæfði önn hennar, má ekki gleyma því, að þá voru þær mikilhæfu
dætur Guðlaugs sýslumanns enn í föðurgarði. Fer ekki hjá því að
Sesselja hefur dregist að þeirn og mótast að nokkru af glæsibrag
þeirra. Sjálf var hún á sínu mýksta mótunarskeiði og mun hafa
mætt alúð af þeirra hálfu og notið hennar, þótt annars væri þar
um staðfest djúp að ræða milli griðkonu og aðalsættar.
Vorð 1908 réðst Sesselja til vistar norður í Bárðardal og dvaldi
þar næstu fjögur árin, lengst á Mýri. Ekki er að efa, að það um-
hverfi, er hún mætti þar, hafi borið annað svipmót en hið svarf-
dælska. Víst er, að svo leitandi sem hún var að eðli og athöfn, hafa
henni opnast þar ný námsefni, — nýjar þroskaleiðir. Mýrarheimilið
var þekkt að glæsibrag og taldi Sesselja það til gæfuspora sinna að
hafa átt þess kost að dvelja þar. Með þeim Aðalbjörgu á Mýri,