Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 103
HÚNAVAKA
101
endum til skuldar. Þegar fyrirvinnan var fallin, féll þessi hlutur á
herðar ekkjunnar í Sauðanesi. Hún var að vísu með talsvert bú eða
allt að 180 ám og 4 kúm með viðeldi. Hrossastofn var sjaldan til
muna fram yfir nauðsynjar heimilisins. En þegar þess er gætt, að
þá er heimskreppan að ríða yfir þjóðina af slíkum ægiþunga, að
slíkt öngþveiti hefur ekki gengið yfir á þessari öld. Á það má benda
að haustið 1932 ráku húnvetnskir bændur dilkahóp til Reykjavíkur
og töldu það gróðafyrirtæki að fá þar rúmum tveim krónum meira
fyrir dilkinn á blóðvelli, en hann lagði sig á Blönduósi. Þó fengust
ekki fullar ellefu krónur fyrir dilkinn í Reykjavík. Var þó rekstrar-
kostnaður að engu metinn.
Þegar þessa er gætt, virðist ekki djarft þótt fullyrt sé, að gjaldeyrir
Sauðanesbúsins hafi ekki reynst digur sjóður haustið það. En hann
þurfti að fæða og klæða ekkju með 11 börn og ungmenni, þar sem
ekkert hafði náð fullum þroska. En þessi hópur hennar var svo sam-
stæður að fátítt mun og verður vart framhjá því komist að bakvið
þá samheldni hafi staðið skapfesta Sesselju. Þau systkin hafa öll vaxið
upp í óvenjugilda þjóðfélagsþegna, sem lokið hafa lengri eða
skemmri skólagöngu, sem hér verður ekki rakin. Það blasir við að
móðir þeirra gat ekki rétt þeim hjálp á námsferlinum eftir að
bernsku lauk. Öll luku þau honum þó með sæmd. En handtök
þeirra henni til styrktar voru víst aldrei talin. Það verður ekki held-
ur gert hér.
Börn þeirra Sauðaneshjóna voru:
Jón, póstfulltrúi í Reykjavík, f. 28. seDt. 1914
Pdll Sigþór, hæstaréttarlögmaður, f. 29. jan. 1916
Sigrún, húsfreyja í Reykjavík og kennari, f. 12. febr. 1917
Þórðnr, bóndi í Sauðanesi og kennari, f. 25. des. 1918
Gisli, bóndi að Hofi í Vatnsdal, f. 18. mars 1920.
Hermann, lektor í Edinborg, f. 26. maí 1921
Helga, húsfreyja í Reykjavík, f. 23. okt. 1922
Þórunn, húsfreyja í Reykjavík og kennari, f. 29. ágúst 1924
Olafur Hólmgeir, múrarameistari í Reykjavík, f. 7. júlí 1926
Aðalbjörg Anna, húsfreyja að Stakkafelli, f. 24. maí 1928. Hún
létst 28 ára að aldri.
Haukur, bóndi að Röðli á Ásum, f. 29. ágúst 1929
Ríkarður, tannlæknir í Reykjavík, f. 12. júlí 1932.