Húnavaka - 01.05.1975, Síða 104
102
HÚNAVAKA
Nú eru á lífi 81 af afkomendum þeirra Páls og Sesselju
Vert er að benda á: Þegar Páll fellur frá eru 10 börn innan 16 ára
og höfuðfyrirvinnan auk Sesselju tveir drengir 16 og 18 ára, sem ári
síðar hurfu að námi. Sú varð raunin á, að það féll að langmestu leyti
í hennar hlut að skila þessum mörgu börnum sínum áfram meðan
lienni entist orka. F.n hún féll í valinn eftir þunga legu 10. sept. 1942.
1932 var hafist handa um að virkja Laxá hjá Sauðanesi. Þegar um
virkjunarréttindi var að ræða, var því við Sesselju eina að eiga um
samninga alla. Þau mál skulu ekki rakin hér. Slík réttindi voru ekki
hátt metin þá. Henni stóð til boða fjárhæð í eitt skifti fyrir öll. Þótt
sá skór væri henni svo þröngur, sem öllum má ljóst vera, hafnaði
hún því, en krafðist í þess stað heimtaugar og rafmagns fyrir heimilið
i Sauðanesi, meðan stöðin starfaði. Frá þeirri kröfu hvikaði hún
ekki. Sýnir það, að skyggni hennar náði til framtíðarinnar.
1844. Með vaxandi megun og niðurstignu verði á brennivíni fór drykkju-
skapur í vöxt, og í allmörgu var nú hófseminnar ei gætt, og fylgja því skaðlegar
afleiðingar. Því voru hér í sýslu, einkum í Blöndudal og Vatnsdal, gjörð hóf-
semdarfélög mót ofdrykkju, og héldu Blönddælir því lengi síðan öðrum sveitum
fremur, án undantekningar, og margur maður annarstaðar, en heilar sveitir sum-
ar höfðu þetta að vettugi.
Brandsstaðaannáll.
1853. Án allra nágranna þekktra orsaka eða merkilegra var nú Grímstungu-
rétt flutt út á Undirfellsengi og þar uppbyggð af góðu efni, einhver sú reglu-
legasta og best gjörð rétt hér á landi, með því þar sást ei steinn í flagi. Hún er
munstur fyrir þá, er hér eftir þurfa að byggja hjá sér rétt.
Brandsstaðaannáll.