Húnavaka - 01.05.1975, Side 106
104
HÚNAVAKA
ætla ég að Önnu hafi verið til láns, að hún var tekin í fóstur 4 ára
gömul að Asbúðum, því helst munu þau orð eiga við á Skaga, að
þar hafa aldrei þrotið matföng.
Það er af ekkjunni Höllu Guðlaugsdóttur að segja, að hún var
kona stórvel gerð og kjarkmikil. Hún giftist síðar Árna Hallgríms-
syni mági sínum.
Anna Tómasdóttir dvaldi um árabil í Ásbúðum hjá þeim lijónum
Lilju og Magnúsi Magnússyni. Varð Anna brátt mannvænleg og
þroskamikil ung stúlka, er lærði að taka til hendinni um hin marg-
víslegustu störf búskaparins á hinu ysta nesi Húnaþings milli Skaga-
heiðar og úthafsins.
Um þessar mundir bjó Árni Antóníus Guðmundsson stórbóndi
og smiður í Víkum. Voru Víkur hans ættaróðal. Foreldrar hans voru
Guðmundur Bjarnason í Víkum og kona hans Valgerður Jónatans-
dóttir. Ungur að árum lærði Árni trésmíði í Reykjavík hjá Jakobi
Sveinssyni frá Holti á Ásum, er hafði stærsta verkstæði þar og þótti
fremstur í sinni grein. Árni lank námi 1889, en hlaut að taka við búi
í Víkum, er faðir hans andaðist 1892. Kvæntist hann 1894 Lucindu
Magnúsdóttur, en það hjónaband varði ekki árið út, því að hún
andaðist af barnsförum. Má ætla að Árni hefði brugðið búi og haldið
til Reykjavíkur til meistara síns, hefði honum ekki verið ætluð unga
stúlkan í Ásbúðum. Annan jóladag, 26. des. 1896, gekk Árni Anton-
íus í Víkum í heilagt hjónaband, bá 26 ára, með Önnu Lilju frá Ás-
búðum, þá 18 ára. Urðu samvistir þeirra hjóna góðar og báðum til
farsældar.
Börn þeirra voru:
Guðmundur bóndi, kvæntur Kristínu Árnadóttur, búa þau á Þor-
bjarnarstöðum á Skaga.
Vilhjálmur bóndi á Hvalsnesi, nú á Sauðárkróki, kvæntur Ástu
Kristmundsdóttur.
Fcnmey, er gift var Boye Hólm, er um skeið var foringi í Hjálp-
ræðishernum, eru bæði önduð.
Karl, bóndi og smiður í Víkum, kvæntur Margréti Jónsdóttur.
Sigriður, gift Leó Jónssyni bónda á Svanavatni í Skagafirði.
Leó, trésmiður, býr suður í Garði.
Hilmar bóndi á Hofi í Skagahreppi, kvæntur Aðalheiði Magnús-
dóttur,