Húnavaka - 01.05.1975, Page 109
HÚNAVAKA
107
GUÐBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
Syðrilöngumýri.
Fœdd 21. ágúst 1923. — Dáin 2. febrúar 1974.
Þegar litið er til baka yfir liðna tíð, er flest gleymsku hjúpað, en
sumt rís þó upp úr þeirri móðu, svo sem snillisvör og annað, sem
fagurt hefir verið eða athygli vert.
Það vill svo til, að ég
man það eins og það hefði
gerst í gær, þegar ég sá Guð-
björgu Ágústsdóttur í fyrsta
sinn, og þó mun það afa ver-
ið fyrir 48 árum eða fyrr.
Ég var stödd í Svínavatns-
kirkju, líklega var þetta eft-
ir messu. Nokkrir menn
stóðu þarna i hóp, og yst
stóð fremur fínlegur mað-
ur með stúlkubarn á armi.
Hvorugt þeirra hafði ég
áður séð, en taldi mig þó
vita hverjir þar færu. Hann
var dálítið sigri hrósandi á
svipinn, því að hann átti
þarna augsýnilega „nokkuð,
er sagt gat hann sitt, þau
sendust á yl milli barma“,
og litla stúlkan, sem var
gerðarleg, virti fyrir sér
umhverfið með velþóknun,
örugg á armi föður síns. Þetta var Ágúst Björnsson og Guðbjörg
dóttir hans.
Móðir Guðbjargar var Borghildur Oddsdóttir, systir Sigurjóns á
Rútsstöðum. Fleiri voru þau systkini, en það fólk var myndarlegt
og aðsópsmikið. Borghildur hafði verið tvígift fyrir sunnan, mætt
Guðbjörg Ágústsdóttir.