Húnavaka - 01.05.1975, Side 110
108
HÚNAVAKA
miklum raunum og lífsreynslu og hvarf norður í land með dóttur
sína, Þóru Þórðardóttur, sem nú er vel metin og gift kona á Blöndu-
ósi. Fleiri voru þau systkini. í Svínadal kynntust þau Borghildur og
Agúst og bundust tryggðum. Þau voru í vinnumennsku eða hús-
mennsku á ýmsum bæjum og eignuðust þrjár dætur: Guðbjörgu,
Kristínu (hún dó ung) og Guðmundu Róselíu, sem nú er gift kona
syðra.
Eftir nokkurra ára sambúð slitu þau Borghildur og Ágúst sam-
vistir, en Guðbjörg var áfram á vegum föður síns. Á þessu má sjá,
að Guðbjörg var ekki fædd á undirhleðslum. Faðir hennar átti
hvorki land eða staðfestu, en hann gaf dóttur sinni það sem hann
átti; mikla ástúð og umhyggju. En það vita menn, að: „Án kærleiks
sólin sjálf er köld, og sérhver blómgrund föl, og liiminn líkt sem
líkhússtjöld, og lífið eintóm kvöl.“
Litla stúlkan dafnaði vel, þótt hún væri hjá vandalausum, og varð
væn kona og kurteis, eins og komist er að orði í fornum sögum. Hún
tók að erfðum myndarbrag móður sinnar, og gott lundarfar föður
síns.
Einn sumartíma var Guðbjörg kaupakona á heimili mínu, þá
var hún í blóma lífsins, nýlega útskrifuð úr kvennaskóla og trúlofuð
geðþekkum ungum manni, Halldóri Eyþórssyni. Síðari hluta hvers
laugardags kom Ágúst, faðir hennar, með vel tygjaðan skjóttan hest,
hinn vænsta grip, Bubbuskjóni hét hann, og fór Guðbjörg með föður
sínum út í sveit, eflaust á vit unnusta síns og venslafólks. Ég kynntist
Guðbjörgu ekki mikið, hún var einungis við heyskap, og hún var
líka dálítið fjarlæg.
Kannski hefir lífið verið búið að kenna henni, ,,að trúa sínum
stallbróður, en sjálfri sér bezt.“ En svona var hún alltaf, traustvekj-
andi og glaðleg. Það var eftirtektarvert hversu svör hennar voru
háttvís og þó frjálsmannleg, ef á hana var yrt.
Árið 1947 keyptu þau, ungu hjónin, Syðrilöngumýri, áttu þá þeg-
ar nokkurt bú, sem stækkaði fljótt og blómgaðist. Syðrilöngumýri
er góð bújörð, en eins og víðast á þeim tíma þurfti að byggja öll hús
frá grunni, sem þeim og tókst.
Faðir Guðbjargar var að sjálfsögðu í heimili þeirra hjóna, meðan
honum entist aldur, og einnig foreldrar Halldórs, en fyrst voru þau
í tvíbýli. Guðbjörg var dugleg, forsjál og veitul húsmóðir, reglusöm
og sérlega stundvís. Ég held að hún hafi verið á réttri hillu sem hús-