Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 111
HÚNAVAKA
109
móðir í sveit. Hún kunni að meta það að eiga land og búsmala. Hún
var dýravinur og var lagið að fást við skepnur, einkum kýr og kind-
ur.
Eldra fólkið hafði hjá henni hið bezta atlæti, heimilið var frjáls-
legt og glatt, hjónin bæði félagslynd, og tóku þátt í því félagslífi,
sem var hér í sveitum. Guðbjörg var virkur félagi í Kvenfélagi Svína-
vatnshrepps, og tók áreiðanlega meira en sinn systurpart á sínar herð-
ar, því að hún var ósérhlífin, myndvirk og hjálpfús, ef öðrum var
eitthvað óhægt um vik.
Á Löngumýri var mikill gestagangur, bærinn er í þjóðbraut og
eins hitt, að heimilið var aðlaðandi og vel tekið við hverjum, sem
að garði bar.
Oft voru börn, bæði skyld og óskyld, þar til lengri eða skemmri
dvalar, sem títt er í sveit, og átta ára pilt, Þorstein Gunnarsson, tóku
þau hjón í fóstur. Hann ólst þar upp við gott atlæti, fór til mennta
og var síðan um tíma búfjárræktarráðunautur í A.-Hún. Hann er
þekkilegur og ágætur maður, og var þeim til ánægju. Árið 1959 tóku
þau sér kjördóttur. Hún var bjartur sólargeisli á heimilinu, því að
þetta var barngott fólk og litla stúlkan vel gefin og efnileg. Hún
heitir Birgitta Hrönn.
Pálína tengdamóðir Guðbjargar varð um þetta leyti fyrir þeirri
lífsreynslu að missa sjónina. Varð þetta Pálínu, sem alltaf hafði verið
glaðlynd og starfsöm kona, ákaflega þungbært. Nú kom umönnun
Guðbjargar í góðar þarfir. Einnig var litla Birgitta ömmu sinni góð
og leiddi hana úti, ef sólskin var og blíðviðri, og síðar meir las hún
fyrir hana.
Veturinn 1973 tók Guðbjörg að kenna sjúkleika. Um vorið var
dóttir þeirra hjóna fermd, og þá um leið lét Þorsteinn Gunnarsson
og kona hans skíra dóttur sína. Var það geðþekk sjón og minnileg,
að sjá Birgittu, fermingarbarnið, standa á kirkjugólfinu, haldandi
dóttur fósturbróður síns undir skírn. Hún hlaut nafnið Ágústa Björg.
Þegar leið á sumarið, byrjaði veikindastríð Guðbjargar fyrir al-
vöru. Hún tók því með undraverðri stillingu og æðruleysi.
Eitt sinn spurði ég Þorstein fósturson hennar, hvort hún mundi
ekki vera mjög þjáð. „Eflaust er það, en ef hún er spurð segir hún
ætíð að sér líði vel, hún hefir ávallt þann hátt á, að miðla gleði sinni
með öðrum, en bera mótlætið ein.“
Daginn eftir að hún átti fimmtugs afmæli, leit ég inn til hennar