Húnavaka - 01.05.1975, Síða 112
110
KUNAVAKA
á Héraðshælinu. Hún sagði mér af afmælisgjöfum sínum, talaði eins
og heilbrigð, þó draup af henni þjáningasvitinn.
Hvaðan kom henni þetta þrek og þessi stilling? Allir vita þó
hversu mikill léttir er að tala um það mótdræga. Það drepur bölinu
á dreif.
Guðbjörg Agústsdóttir þurfti ekki stöðutákn, hún var merk af
sjálfri sér, sterk, hlý og að öllu vel gerð. Hún lifði og dó með sæmd.
Guð blessi minningu hennar og gefi ástvinum hennar þrótt til að
bera sinn mikla missi.
Hulda Pálsdóttir.
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR KOLKA
Við þjóðveginn til Norðurlands rís mikil og fögur bygging á
bægri hönd á bökkum Blöndu. Þetta er Héraðshæli Austur-Húnvetn-
inga. Þegar inn er komið, blasa við tvær brjóstmyndir í stigagangi.
Þær eru af læknishjónunum frú Guðbjörgu og Páli Kolka. Hann
var aðalhvatamaðurinn að byggingu héraðshælisins og þau hjón hús-
bændur fyrstu árin eftir stofnun þess. Eigi verður svo minnst á þetta
„stóra heimili", að frú Guðbjargar verði þar eigi rækilega minnst,
svo og í sögu Húnvetninga, um nær þrjá áratugi.
Frú Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka var fædd þann 8. október
árið 1889, að Hvammsvík í Kjós. Foreldrar hennar voru hjónin Guð-
mundur Guðmundsson bóndi þar og Jakobína Jakobsdóttir frá
Valdastöðum í Kjós. Ung að árum giftist hún Páli Kolka lækni, og
fluttu þau til æskustöðva hans norður í Húnaþing árið 1934, þar
sem hann var héraðslæknir urn nær 30 ára skeið.
Frú Guðbjörg festi Jregar rætur í Húnaþingi og bjó rnanni sínum
og börnum glæsilegt heimili, svo að orð fór af víða. Bjuggu þau
lengst af í gamla sjúkrahúsinu á Blönduósi. Mátti segja að læknis-
heimilið væri í alfaraleið, því að í næsta nágrenni var viðkomustaður
áætlunarbílsins til Norðurlands. Mátti heita, að í nær hverri ferð
væri einhver er ætti erindi við læknishjónin. Þannig var heimili
þeirra Guðbjargar og Páls opið öllum, er að garði bar.
Sá er þetta ritar var svo heppinn að kynnast þessum ágætu hjón-