Húnavaka - 01.05.1975, Síða 113
HÚNAVAKA
111
um og njóta vináttu þeirra. Verður mér ætíð ríkt í huga, er ég kom
fyrst á læknisheimilið á Blönduósi, ungur að árum, ásamt foreldrum
mínurn, hversu heimili þeirra mótaðist af íslenzkri hefð og íslenzkri
menningu. Það var minnisstætt fyrir ungling að kynnast slíku menn-
ingarheimili, er víða bar af, en
þar var hlutur frú Guðbjargar
eigi minni en húsbóndans.
Hún tók snemma þátt í félags-
störfum og átti, ásamt manni sín-
um, þátt í að stuðla að mörgum
framfara- og menningarmálum
víða um Húnaþing.
Alla tíð í erfiðu læknisstarfi
sínu naut Páll mikilsverðs stuðn-
ings konu sinnar, en þau voru
mjög samtaka um að hlynna sem
bezt að hinum sjúku. Var eigi
ótítt, að frú Guðbjörg tæki sjúkl-
inga inn á heimili sitt um lengri
eða styttri tíma, er margt var á
sjúkrahúsinu. Hugsa því margir
til hennar með
Húnvetningar
Guðbjörg Kolka.
þakklæti í huga.
Ekkert stóð huga hennar þó nær en kristin kirkja. Hana vildi hún
efla og styrkja. Hún var m. a. í sóknamefnd Blönduósssafnaðar um
langt skeið og formaður sóknarnefndar. Einnig annaðist hún kirkj-
una um langt árabil. Skal henni því þökkuð öll þessi ómetanlegu
störf, er hún vann Guðs kristni um Húnaþing. Hvar sem spor hennar
lágu vildi hún bæta samtíð sína og glæða með samferðamönnum
sínum fegurðarþrá. Líkt fer fyrir mörgum þeirra, er minnast frú
Guðbjargar Kolka, og Jóni biskupi Ögmundarsyni, en hann mælti
er hann minntist ísleifs fóstra síns: „Hann kemur mér ávallt í hug
er eg heyri góðs manns getið.“
Á þeim árum er frú Guðbjörg settist hér að í héraðinu, var víða
mikill skortur, einkum við sjávarsíðuna. Hefi eg fyrir satt, að hún
hafi ávallt verið fyrst á vettvang, þar senr hjálpar var þörf.
Þau hjón eignuðust fjögur börn, þrjár dætur, sem allar eru á lífi,
giftar og búsettar syðra. Son sinn Guðmund misstu þau fyrir all-