Húnavaka - 01.05.1975, Page 116
114
HÚNAVAKA
Inga Skarphéðinsdóttir hafði fleira til brunns að bera en barn-
gæskuna eina, hún var trygglynd og með afbrigðum raungóð. Þess
gæti ég nefnt mörg dæmi, en ég lield að Ingu væri enginn greiði
gerður með slíkri upptalningu. Hún vann sín góðverk og gerði vinar-
greiða í kyrrþey og ætlaðist ekki til launa í nokkurri mynd. Inga var
starfsöm kona og vann öll verk, sem hún tók að sér, af sérstakri vand-
virkni, enda var hún grandvör og heiðarleg til orðs og æðis. Hún
liafði ánægju af léttu gamni í samræðum, en það var líka gott að
ræða við hana urn alvarleg efni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, átti létt með að tjá hugsanir sínar í orðum
og oft hef ég farið fróðari af hennar fundi, bæði fyrr og síðar.
Inga var gift Ragnari Jónssyni og eignuðust þau einn son, Skarp-
héðin, sem nú er uppkominn en ókvæntur og býr í foreldrahúsum,
fóstursonur þeirra Ársæll er kvæntur og búsettur austur á landi.
Eldri systir Ingu, Ósk Skarphéðinsdóttir býr á Blönduósi. Hjá henni
er skammt stórra högga milli, í fyrrasumar nrissti hún mann sinn
og verður nú að sjá á bak einkasystur sinni. Þær systurnar voru báð-
ar ungar er þær urðu móðurlausar og milli þeirra hefur ætíð verið
nánara samband en almennt gerist meðal systra.
Ég hefði fegin viljað segja eitthvað, sem orðið gæti Ósk minni
til huggunar, en ég er þess ekki megnug. Orð eru svo fátækleg.
Hvorki fögur orð né fullvissan um endurfundi í öðru lífi geta bægt
frá henni einsemd og söknuði hérna megin grafar. Ég kveð Ingu
Skarphéðinsdóttur með virðingu og þökk, óska henni fararheilla og
góðrar heimkomu til landsins eilífa. Ástvinum hennar öllum, sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Nanna Tómasdóttir.
\