Húnavaka - 01.05.1975, Page 117
HÚNAVAKA
115
SOFÍA JÓHANNSDÓTTIR,
Holti
Fcedd 22. júni 1920. — Dáin 28. júni 1974.
Hvað er langliji? Lífsnautnin frjóva,
alefling andans og athöfn þörf. J. H.
Það mun hafa verið í fyrrahaust, að ég hitti Sofíu í Holti á Lands-
spítalanum, og hún sagði mér að hún gengi með banvænan sjúkdóm.
Hún sagði þetta svo
æðrulaust og blátt áfram,
að mér er það minnisstætt.
Hún hafði ferilvist og hafði
verið að grípa í að sauma
veggrefil, og ætlaði að fara
að prjóna peysu á yngsta
son sinn. Hún átti iðju-
hendur.
Við töluðum um ýmis-
legt, meðal annars Kven-
félag Svínavatnshrepps, en
hún hafði verið formaður
þess um árabil, og var annt
um velfarnað þess.
Okkur kom saman um,
að það væri þarfur félags-
skapur, þó að ekki væri
nema til að auka kynni
húsmæðra í sveitinni, sem
margar hverjar höfðu varla
þekkst nema í sjón, áður en
það var stofnað.
Síðla vetrar átti ég erindi við hana, en þá var hún heima í Holti.
Enn hafði hún ferilvist, en nú var hún þjáð, sinnti þó húsmóður-
störfum eftir mætti, æðrulaus, en sagði þó: „Eg hefði þegið að fá að
lifa lengur, nú þegar mesta annríkið er að baki, því að ekki er aldur-
inn að meini.“ — Hverju skyldi svara? — Gæfusamt fólk á ætíð erfitt