Húnavaka - 01.05.1975, Síða 118
116
HÚNAVAKA
með að kveðja lífið? Nei ekki því, og engu af öllu því, sem ég hafði
tiltækt heldur, bara eitt lítið „Já“, í hálfum hljóðum. Sofía var
greind, hér tjáðu engar fortölur eða orðaskrúð. Henni var þetta
ljóst, hún vissi, að þótt hún hyrfi, voru börnin hennar sjálfbjarga,
vel mennt og atorkufólk. Einnig hefir hún vitað, að áhugamál lienn-
ar, lífsviðhorf og góðvild myndu lifa áfram i hugum barna hennar.
En þetta, að standa í skugga dauðans, það er kalt, við erum ekkert,
vitum ekkert, eitthvað ógurlega voldugt og máttugt nálgast og minn-
ir á, að allt er að láni.
— Litla Sofía Jóhannsdóttir lék sér á gólfinu. — Reisulegt húsið,
túnið, stórt og slétt, að vísu undir svelli, var baðað í aftansólinni,
fallegt býli og búsældarlegt. — Doka þú við, þú dauðans blær. —
Næst, og í síðasta sinni, sá ég Sofíu á Héraðshælinu á Blönduósi.
Þá var komið sumar, en ég vissi, að í sjúkrastofunni haustaði að.
Ég vildi samt leitast við að bera inn svolítið sólskin, eins og kerl-
ingin, sem kom með það í svuntunni sinni. Nú gat Sofía ekki brosað
en var málhress. Þessari gömlu vísu var eins og hvíslað í eyra mér,
er ég lokaði hurðinni: „Ég hef reynt í éli nauða, jafnvel meira þér,
á landamærum lífs og dauða, leikur enginn sér.“ —
Sofía var fædd í Holti, dóttir hjónanna Jóhanns Guðmundsson-
ar og Fannýar Jónsdóttur. Tvær systur átti Sofía, Björgu og Bryn-
dísi.
Sofía giftist frænda sínum, Guðmundi B. Þorsteinssyni á Geit-
hömrum og þau tóku við óðali hennar Holti.
Ætt hennar og búskaparsögu þeirra hjóna, sem var með ágætum,
hafa aðrir rakið. En víst er um það, að Sofía var mjög vel verki farin
og hin ágætasta húsmóðir, forsjál og rausnarleg í senn.
Þótt heimili hennar væri mannmargt, eftir því sem sveitaheimili
eru nú í seinni tíð, og margt að annast innanbæjar, voru spor hennar
ótalin við heyskap, kýr og jafnvel fé. Presturinn, sem fermdi hana,
sagði eitt sinn í áheyrn minni, að Sofía hefði verið flugskörp til
náms.
Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi, en annars mun hún alla
æfi hafa verið heima í Holti. Hún var elsk að heimili sínu, æskudal
og sveit.
Bæði vildu þau hjónin í Holti fylgjast með tímanum, og tileinka
sér allt það, sem þeim þótti betur mega fara.
Ég hygg, að Sofía hafi tekið lífið fremur alvarlega, en var glöð á