Húnavaka - 01.05.1975, Page 121
Mannalát árih 1974
Ldrus Stejánsson frá Auðkúlu andaðist 3. janúar á H.A.H.,
Blönduósi. Hann var fæddur á Auðkúlu 6. marz árið 1887. Foreldr-
ar hans voru Stefán M. Jónsson prestur á Auðkúlu, Eiríkssonar
bónda á Skinnalóni á Sléttu og Þorbjörg Halldórsdóttir, bónda og
stúdents á Ulfsstöðum í Loðmundarfirði, Sigurðssonar.
Móður sína missti Lárus er hann var 8 ára gamall, en nokkru síð-
ar eða árið 1898 kvæntist sr. Stefán faðir hans Þóru Jónsdóttur,
prests á Auðkúlu Þórðarsonar, er gekk börnum hans af fyrra hjóna-
bandi í móðurstað. Á árunum 1907—1908 var Lárus við nám í
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Næstu árin vann hann að búi föður síns á Auðkúlu, en árið 1911
kvæntist hann Valdísi jónsdóttur frá Ljótshólum og hófu þau bú-
skap sama vor á hluta af Auðkúlu og bjuggu þar þangað til þau
fluttu að Gautsdal á Laxárdal. Bjuggu þau hjón þar hinu mesta
myndarbúi. Lárus missti konu sína á góðum aldri og brá þá búi.
Hann vann næstu árin að búi bræðra sinna sr. Björns, er þá var orð-
inn prestur á Auðkúlu og sr. Eiríks á Torfastöðum. Eigi varð þeim
hjónurn barna auðið, en tóku til fósturs Guðrúnu Jakobsdóttur,
Lárussonar trésmiðs á Blönduósi. Eftir að Valdís kona Lárusar lést
fluttist Guðrún að Ljótshólum, til hjónanna Eiríks Grímssonar og
Ingiríðar, systur Valdísar, er gekk henni í móðurstað.
Árið 1935 varð Lárus næturvörður í Búnaðarbanka íslands í
Reykjavík, en Hilmar bróðir hans var þá orðinn bankastjóri þar.
Starfaði Lárus við Búnaðarbankann allt til 70 ára aldurs, jafnframt
því að hann gegndi um langt árabil dyravarðarstarfi í Gamla-bíó
eða allt til ársins 1964.
Síðustu ár sín í Reykjavík hélt Lárus heimili með aldraðri konu
Guðrúnu Vernharðsdóttur, en hún lést árið 1971.
Eftir það fluttist Lárus til æskustöðva sinna og dvaldi síðan hjá
fósturdóttur sinni Guðrúnu Jakobsdóttur og manni hennar Þórði
Þorsteinssyni á Grund í Svínadal til æviloka.