Húnavaka - 01.05.1975, Page 122
120
HÚNAVAKA
Lárus Stefánsson var mikill persónuleiki, snyrtimenni og vakti
hvarvetna athygli sakir prúðmennsku sinnar. Hann var ljóðelsk-
ur enda skáldmæltur vel, þótt hann færi dult með þessa hæfileika
sína. Hann unni átthögum sínum mjög og er því horfinn með hon-
um góður fulltrúi eldri Húnvetninga.
Erna Leuschner fædd Edel, lézt 22. marz að H.A.H. Hún var
fædd 29. júlí árið 1893 í Gross Sessau í Lettlandi. Foreldrar hennar
voru hjónin Dóróthea og Óttó Edel. Hún ólst upp í föðurhúsum og
gekk ung að árum í unglingaskóla. Urn tvítugsaldur gerðist hún
heimiliskennari hjá aðalsfólki nokkru í Rússlandi. Áður hafði hún
starfað að skrifstofustörfum í borginni Ríga í Lettlandi. í Rússlandi
dvaldi hún allt fram að byltingunni 1918, en þá varð hún að flýja
til Königsberg í Austur-Prússlandi. Starfaði hún þar að skrifstofu-
störfum við Alþjóða-Rauðakrossinn. Þar kynntist hún manni sín-
um Wilhelm Leuschner, er þar starfaði við sömu stofnun. Stofnuðu
þau heimili sitt í Königsberg, en þar var maður hennar lengst af
ríkisstarfsmaður. Bjuggu þau þar allt til ársins 1945, er þau urðu
að flýja af völdum styrjaldarinnar og settust þá að í Lúbeck, en þar
lézt maður hennar í október 1964.
Eignuðust þau hjón 7 börn. Eru tvær dætur þeirra búsettar hér-
lendis Brigitta, læknisfrú á Blönduósi, gift Sigursteini Guðmunds-
syni, héraðslækni og Ereika, gift Sigurði Þórðarsyni, varaslökkviliðs-
stjóra í Hafnarfirði.
Árið 1970 fluttist Erna til dóttur sinnar Brigittu að Blönduósi
og tengdasonar þar sem hún dvaldi til æviloka.
Með Ernu Leuschner er genginn mikill persónuleiki, sem
mótaður var af Mið-Evrópskri menningararfleifð. Hún sameinaði
í fari sínu vingjarnlegt og glaðlegt viðmót, yfirlætisleysi og andlegt
þrek er byggt var á sannri Guðstrú.
Bálför hennar fór fram frá Fossvogskapellu, 29. rnarz 1974.
Sigurunn Þorfinnsdóttir húsmóðir Blönduósi, andaðist 22. apríl
að H.A.H. Hún var fædd 16. október árið 1898 að Glaumbæ í Langa-
dal. Foreldar hennar voru hjónin Þorfinnur Jónatansson og Kristín
Jóhanna Davíðsdóttir, er bjuggu í Glaumbæ.
Hún ólst upp í foreldrahúsum, ásamt einni systur er látin er.
Árin 1914—1915 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi,